Goðasteinn - 01.09.2004, Side 58

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 58
Goðasteinn 2004 og spurt Sigurð hvort hann treysti sér til að sitja í bíl til Reykjavíkur. Til þess treysti hann sér ekki, enda ekki von, því að á þessum tíma voru nánast engir vegir, heldur voru þetta niðurgrafningar, holóttir troðningar, og niður um Austur- Landeyjar komst helst enginn bíll nema á gaddi (frosinni jörð) eða í þurrkum að sumrinu. Nú voru góð ráð dýr. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig mál gengu fyrir sig næstu klukkustundir. En þó held ég að Sæmundur afi hafi haft símasamband við son sinn Svein Sæmundsson, sem þá var yfir rannsóknarlögreglunni í Reykjavík, og saman hafi þeir ákveðið að fá flugvél til að sækja Sigurð. Víst er að fengin er flugvél úr Reykjavík og hún lendir á sléttum sandbletti norðaustur frá bænum Miðey um það bil eins km. fjarlægð frá bænum. A þessuni tíma var enginn nógu stór sléttur túnblettur til þess að lenda flugvél á í Austur-Landeyjum. Flugvélin var þýsk tveggja sæta lágþekja af gerðinni Klem, sem kom hingað til lands með þýskum rannsóknarleiðangri vorið 1938 og var keypt af Flugmála- félagi íslands og ríkinu þegar rannsóknarleiðangri lauk og leiðangursmenn fóru af landi brott 29. júlí 1938 (flugmálafélagið var eins konar regnhlífasamtök flug- áhugamanna og flugmanna, stofnað til eflingar flugi og flugsamgöngum). Um haustið 1938 var vélinni flogið víða um land til að kanna lendingarstaði, m.a. á sandinn við Miðey, og hefur það örugglega ekki farið fram hjá afa eða öðrum Austur-Landeyingum. Flugmaður þá var Agnar Kofoed Hansen flugmálaráðu- nautur ríkisins og síðar flugmálastjóri. Hann sótti m.a. sjúkling á vélinni, prests- frúna á Sandfelli í Öræfum, þetta haust 1938. Flugvélin var opin, þannig að kald- samt var að ferðast á þessum tíma. Flugmaðurinn í þessari ferð sem hér verður frá sagt var Örn Ó. Johnson, þá nýútskrifaður frá Flugskóla Boeing í Bandaríkjunum, hann útskrifaðist sem flugmaður og flugkennari um áramótin 1938, starfaði sem flugmaður hjá Flugmálafélagi Islands mánuðina febrúar til og með maí 1939. Örn var einn af frumherjum flugs á íslandi um áratugaskeið, svo sem kunnugt er, bæði sem flugmaður og framkvæmdastjóri og stjórnarmaður flugfélaga. Þessi flugferð sem hér um ræðir var farin þriðjudaginn 7. mars 1939 og hlýtur að teljast merkur þáttur í flugsögu íslands. Samkvæmt flugbók Arnar Ó. Johnson fór hann af stað úr Reykjavík kl. 9:43 og lenti kl. 10:47 í Miðey, með honum aust- ur var einn farþegi, Þórunn Ólafsdóttir, systir Guðríðar húsfreyju, komin til að aðstoða systur sína í stuttan tíma í veikindum hennar og vegna flutnings Sigurðar. Eins og gefur að skilja var þetta sjónflug og sennilega engin leiðsögutæki og ekkert samband við umheiminn. Samkvæmt yfirliti Veðurstofu Islands fyrir mars 1939 segir um dagana 5. - 8. að þá hafi verið hægviðri, snjókoma nyrðra 3 síð- ustu dagana. Áttin hefur því verið norðaustlæg og frostlaust. En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið, segir í gömlum málshætti. Og það átti við í þessu tilviki. Milli Kúfhóls og þessa sjálfgerða flugvallar mun hafa verið 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.