Goðasteinn - 01.09.2004, Qupperneq 58
Goðasteinn 2004
og spurt Sigurð hvort hann treysti sér til að sitja í bíl til Reykjavíkur. Til þess
treysti hann sér ekki, enda ekki von, því að á þessum tíma voru nánast engir vegir,
heldur voru þetta niðurgrafningar, holóttir troðningar, og niður um Austur-
Landeyjar komst helst enginn bíll nema á gaddi (frosinni jörð) eða í þurrkum að
sumrinu.
Nú voru góð ráð dýr. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig mál gengu fyrir sig
næstu klukkustundir. En þó held ég að Sæmundur afi hafi haft símasamband við
son sinn Svein Sæmundsson, sem þá var yfir rannsóknarlögreglunni í Reykjavík,
og saman hafi þeir ákveðið að fá flugvél til að sækja Sigurð. Víst er að fengin er
flugvél úr Reykjavík og hún lendir á sléttum sandbletti norðaustur frá bænum
Miðey um það bil eins km. fjarlægð frá bænum. A þessuni tíma var enginn nógu
stór sléttur túnblettur til þess að lenda flugvél á í Austur-Landeyjum.
Flugvélin var þýsk tveggja sæta lágþekja af gerðinni Klem, sem kom hingað til
lands með þýskum rannsóknarleiðangri vorið 1938 og var keypt af Flugmála-
félagi íslands og ríkinu þegar rannsóknarleiðangri lauk og leiðangursmenn fóru af
landi brott 29. júlí 1938 (flugmálafélagið var eins konar regnhlífasamtök flug-
áhugamanna og flugmanna, stofnað til eflingar flugi og flugsamgöngum). Um
haustið 1938 var vélinni flogið víða um land til að kanna lendingarstaði, m.a. á
sandinn við Miðey, og hefur það örugglega ekki farið fram hjá afa eða öðrum
Austur-Landeyingum. Flugmaður þá var Agnar Kofoed Hansen flugmálaráðu-
nautur ríkisins og síðar flugmálastjóri. Hann sótti m.a. sjúkling á vélinni, prests-
frúna á Sandfelli í Öræfum, þetta haust 1938. Flugvélin var opin, þannig að kald-
samt var að ferðast á þessum tíma. Flugmaðurinn í þessari ferð sem hér verður frá
sagt var Örn Ó. Johnson, þá nýútskrifaður frá Flugskóla Boeing í Bandaríkjunum,
hann útskrifaðist sem flugmaður og flugkennari um áramótin 1938, starfaði sem
flugmaður hjá Flugmálafélagi Islands mánuðina febrúar til og með maí 1939. Örn
var einn af frumherjum flugs á íslandi um áratugaskeið, svo sem kunnugt er, bæði
sem flugmaður og framkvæmdastjóri og stjórnarmaður flugfélaga.
Þessi flugferð sem hér um ræðir var farin þriðjudaginn 7. mars 1939 og hlýtur
að teljast merkur þáttur í flugsögu íslands. Samkvæmt flugbók Arnar Ó. Johnson
fór hann af stað úr Reykjavík kl. 9:43 og lenti kl. 10:47 í Miðey, með honum aust-
ur var einn farþegi, Þórunn Ólafsdóttir, systir Guðríðar húsfreyju, komin til að
aðstoða systur sína í stuttan tíma í veikindum hennar og vegna flutnings Sigurðar.
Eins og gefur að skilja var þetta sjónflug og sennilega engin leiðsögutæki og
ekkert samband við umheiminn. Samkvæmt yfirliti Veðurstofu Islands fyrir mars
1939 segir um dagana 5. - 8. að þá hafi verið hægviðri, snjókoma nyrðra 3 síð-
ustu dagana. Áttin hefur því verið norðaustlæg og frostlaust.
En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið, segir í gömlum málshætti. Og það
átti við í þessu tilviki. Milli Kúfhóls og þessa sjálfgerða flugvallar mun hafa verið
56