Goðasteinn - 01.09.2013, Page 14
12
Goðasteinn 2013
En ertu ættuð úr Rangárvallasýslu?
Nei, en tel mig þó samt vera Rangæing, eiginmaður minn er einnig Rang-
æingur, Benedikt Gabriel Jósepsson, foreldrar hans eru Anna Björgvinsdóttir
og Jósep Benediktsson. Þau búa í Varmadal við Hellu.
Við eigum þrjú börn Jökul Mána ellefu ára, Nótt tíu ára og svo Starkað Jós-
ep sem er þriggja ára. Foreldrar mínir eru Reykvíkingar en fluttu um tvítugt,
strax að loknu kennaranámi, að laugalandi þar sem ég ólst upp ásamt þremur
systkinum mínum.
Og hvernig líkaði þér að vera sveitastelpa?
Ja, þeir sem áttu heima í „alvöru sveit“ kölluðu þetta nú ekki því nafni. Ég
ólst upp í skóla og var þar af leiðandi ekki 100% sveitastelpa segir Hekla og
hlær. Samt lætur hún sig hafa það, að bæta því við að hún sé sveitastelpa að
hálfu. Gamlir félagar úr Holtunum verða svo að gera það upp við sig hvernig
þeir taka því. landslaginu deildu þeir alla vega með henni í uppvextinum.
Og Hekla heldur áfram að segja frá uppvexti sínum: Það var nú þannig, að
foreldrar mínir aðstoðuðu eldri bónda, Erlend Jónsson á Hárlaugsstöðum, nær
daglega við bústörfin, en bærinn er ekki langt frá laugalandi. Og þangað kom
ég nánast á hverjum degi. Þannig að við systkinin vorum nú meira og minna
alin upp við sveitastörf.
Jökull Máni, Starkaður Jósep og Nótt Benediktsbörn.