Goðasteinn - 01.09.2013, Side 17
15
Goðasteinn 2013
þar, sá ég að sárlega vantaði eitt-
hvað íslenskt t.d. íslensk kort. Það
var eiginlega ekkert til frá Íslandi,
nema kort með vatnslitamyndum,
sem gátu alveg eins verið erlendis
frá. Ég var byrjuð að mála kind-
urnar mínar, og ákvað fljótlega
að taka fyrstu málverkin, sem ég
málaði í þessum dúr og láta prenta
þau sem gjafakort. Ég þekkti að-
eins til í blómabúðum og ákvað að
sýna afraksturinn í þremur þeirra.
Þær sem ráku búðirnar tóku vel
í þetta og byrjuðu að selja fyrstu
kortin mín í verslununum.
Í mörg ár vann ég þannig, að ég
málaði kannski í tvær vikur, svo
fór annar eins tími í að dreifa kort-
um, mála myndir fyrir ný kort og
ýmsa vinnu tengda þeim. Þannig
skiptist vinnan í mörg ár til helm-
inga, milli þess að mála og þess
„praktíska“. En auðvitað er málverkið grunnurinn og allt sem ég geri, kemur
út frá því.
Í dag rekur þú hönnunarfyrirtækið HeklaÍslandi.
Já hér rek ég fyrirtækið HeklaÍslandi og hanna og framleiði fjölbreyttar
nytjavörur sem allar eru unnar út frá málverkum mínum. Öll mín hönnun skír-
skotar til íslenskrar náttúru og menningar, ég tel mig vera forréttindamann-
eskju að hafa fengið að alast upp í fallegu íslensku umhverfi með öllum þess
fjölbreytileika, fjöllum, náttúrunni og dýrunum.
En er þetta ekki bara orðinn þó nokkur rekstur núna?
Jú, það er óhætt að segja, að þetta hafi undið upp á sig. Ætli það séu ekki
svona fimm ár síðan ég ákvað að einbeita mér meira að hönnunarhlutanum.
Markaðurinn tók vel í mínar vörur og eftirspurnin var til staðar. Þá ákvað ég,
að ráða fólk í vinnu og sjá til í svona tvö ár. Þannig vonaði ég, að ég fengi meiri
Listaverk eftir Heklu Björk