Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 20
18
Goðasteinn 2013
viðskiptavini sem hafa tekið vel á móti okkur, verið með fallega framsetningu
á vörunum okkar og alltaf tekið vel í allar nýjungar hjá HeklaÍslandi, án þeirra
myndi þetta ekki ganga.
Ertu með tölu á því hvað þú hefur hannað margar vörutegundir?
Í dag erum við með um 600 vörutegundir, þar af eru um 350 gerðir af
kortum en allt byrjaði þetta með
þeim. Svo komu servétturnar,
það tók mig þrjú ár að koma
þeim í gegnum upphafsferlið.
Það þurfti mikla undirbúnings-
vinnu, en það tókst að lokum.
Og svo fylgdi hitt á eftir; kert-
in, eldspýtustokkarnir og í fyrra
kom svo súkkulaði.
Nýjasta hönnunin er í þrí-
vídd, Engladjásn, kallast það.
Það eru litlir englar, sem hægt
er að hengja upp hvar og hve-
nær sem er, fólki til ánægju og
yndisauka. Engladjásnin eru
hluti af Englajólalínunni sem
við hönnuðum fyrir jólin 2012.
En í ár eru rjúpur og jólakúlur í aðalhlutverki í jólalínunni og fáum við einnig
kúlur með rjúpu á toppnum til að hengja upp, sem er hluti af þeirri línu. Svo er
ég með lóu- snagaskúlptúra úr áli, sem eru steyptir á Íslandi.
Hvar er hönnun þín framleidd?
Því miður verð ég oft að láta framleiða fyrir mig erlendis; það skortir bara
tækin sem til þarf hér á landi. En ég tek það fram að ég er mikill Íslendingur
í mér og vil umfram allt styrkja íslenskan iðnað, svo að alltaf þegar ég er með
nýja framleiðslu í huga, kanna ég hvort það sé hægt að fullvinna vöruna hér á
landi. Það má segja að vörurnar séu oft að hluta til framleiddar á Íslandi og að
hluta erlendis.
En þú lætur prenta hér heima?
Já, það hefur gengið vel, ég læt prenta öll kort, gjafapappír og allar sérhann-
aðar umbúðir hér á landi. Þjónustan er góð og kostnaðurinn sleppur.
Nýja jólalínan - jólakúlur 2013