Goðasteinn - 01.09.2013, Page 27
25
Goðasteinn 2013
með kró fyrir lömbin. Var þeim stíað sundur yfir nóttina og ærnar mjólkaðar
áður en lömbunum var hleypt til þeirra. Þegar leið að því að stía skyldi ám og
lömbum sundur og lömbin
rekin í haga eða á afrétt, var
útbúið haft úr ull. Haftinu
var brugðið utan um fram-
fæturna á lömbunum, til að
koma í veg fyrir að þau gætu
elt mæðurnar. Var þetta gert
í nokkra daga, eða u.þ.b.
viku, á meðan þau voru að
spekjast. Á meðan voru þau
höfð þar sem þau náðu ekki
til mæðra sinna. Á þessum
tíma var lítið um girðingar,
en sennilega hefur það verið í kringum 1930 að torfan í Svínhaga var girt, þ.e.
framan við lækinn. Því næst voru lömbin rekin í haga, sem var upp í Næf-
urholti. En ærnar voru reknar út í haga við Svínhaga, þar sem Geiri gætti þeirra,
og heim á kvöldin þar sem þær voru mjólkaðar í kvíum.
Um vinnu úr hrosshári:
„Hrosshár var unnið í t.d. taum
og reipi. Ég lærði þetta á baðstofu-
gólfinu í Svínhaga. Það var gott
hjá okkur krökkunum að róla við
þetta, þótt það væri lélegt, frek-
ar en að gera ekkert. Annars var
hrosshár aðallega notað í það sem
tengdist reiðverum, s.s. tauma,
beisli, gjarðir og reipi. Notað var
hrosshár af faxi, tagli og einnig
var rakað af hrossum, en það var
þá gert á góunni.“
Áður þótti sjálfsagt að nýta
hrosshár eins og ullina af sauð-
fénu. Klippt var af faxi, tagli og
oft ennistoppi. Fyrst var að tæja
Hagldir og klemma gert úr horni.
Ljósmyndari: S. Stolzenwald
Gjörð.
Ljósm.: S. Stolzenwald
Haft fyrir hross.
Ljósm.: S. Stolzenwald