Goðasteinn - 01.09.2013, Page 30
28
Goðasteinn 2013
Slægjur voru oft fengnar að láni á næstu bæjum til að auka heyforðann.
Bæði var slegið í Fróðholtshjáleigu og eins á Móeiðarhvolsengjum.
Fénaður þreifst misjafnlega á þessu landi, t.d. urðu lömb oft fótaveik, fengu
sár á fæturna og bólgnuðu og gróf í sárunum allt vegna þess að lömbin komust
aldrei á þurran blett og dró þetta mjög úr vexti þeirra.
Neysluvatn var mikið vandamál í Galtarholti, eins og víðar á svona mýr-
arjörðum. Brunnur var í hlaðvarpanum, um 2 metrar ofan í vatn en það var
leirborið og slæmt til neyslu. Allt vatn var borið í fötum heim í bæ og í þær
skepnur sem voru á gjöf hverju sinni.
Þvottur var þveginn inni í bæ en skolaður í mýrarpytti fyrir sunnan bæinn,
svo það hefur verið erfitt að halda þvottinum vel hvítum með svona vatni.
landið bar ekki svo stórt bú að hægt væri að framfleyta fjölskyldu á því.
Bændurnir fóru því á vertíð til að drýgja tekjurnar en ef ekki var farið á ver-
tíð stunduðu þeir oft sjósókn frá landeyjasandi. En það var oft stopult vegna
gæftaleysis. Bændur áttu sín pláss hjá ákveðnum formanni og veifaði hann á
bæ sínum síðla dags ef honum leist á að fært yrði á sjó næsta dag. Þá brugðust
menn skjótt við og voru komnir til sjávar síðla nætur reiðubúnir að setja fram
skipið og hefja sjóferðina.
Ég man eftir er pabbi kom úr einni slíkri ferð. Hann hafði farið einhesta
til skips. Síðan var einhver í landi sem gætti hestanna fyrir sjófarendur. Þegar
pabbi kom heim teymdi hann hestinn en yfir tuttugu stórir fiskar héngu saman
bundnir yfir hestinn. Það var mikill spenningur hjá okkur krökkunum að sjá
gert að fiskinum. Sjá úr hverjum komu hrogn og hverjum ekki. Hrognin voru
svo ofsalega góð, fannst okkur. Síðan pækilsaltaði pabbi fiskinn og var þetta
gott búsílag.
Vegasamband var slæmt við bæinn, illur vegur fyrir hestvagna að Fróðholti
en þar tók Þverá við ef lengra þurfti að fara. Ferja var í Fróðholtshjáleigu (nú
Ármóti) og voru hestar stundum látnir synda á eftir bátnum. Var það kallað
að sundleggja. Frá Fróðholti var vað yfir að Móeiðarhvolshjáleigu kallað Ósar.
Það var oft vatnsmikið og hætt við sandbleytu meðan Markarfljót rann óbeisl-
að um landið. Það var lokið við að stífla rennsli fljótsins í Þverá 1947. Það var
mjög þarft verk því Þverá hafði brotið mikið land undir sig eins og Jónas kvað:
„Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda.“
Það er annars merkilegt að það skyldi takast að beisla þetta fljót með þeim
verkfærum sem þá voru. Engar jarðýtur né vélskóflur til að vinna með og koma
stórgrýtinu í varnargarðana. Og þetta sýnir ekki síður stórhug og djörfung
ráðamanna að leggja í þetta stórvirki, en þetta tókst eftir margra ára starf og
nú rennur Markarfljót skemmstu leið til sjávar, beislað varnargörðum.