Goðasteinn - 01.09.2013, Page 30

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 30
28 Goðasteinn 2013 Slægjur voru oft fengnar að láni á næstu bæjum til að auka heyforðann. Bæði var slegið í Fróðholtshjáleigu og eins á Móeiðarhvolsengjum. Fénaður þreifst misjafnlega á þessu landi, t.d. urðu lömb oft fótaveik, fengu sár á fæturna og bólgnuðu og gróf í sárunum allt vegna þess að lömbin komust aldrei á þurran blett og dró þetta mjög úr vexti þeirra. Neysluvatn var mikið vandamál í Galtarholti, eins og víðar á svona mýr- arjörðum. Brunnur var í hlaðvarpanum, um 2 metrar ofan í vatn en það var leirborið og slæmt til neyslu. Allt vatn var borið í fötum heim í bæ og í þær skepnur sem voru á gjöf hverju sinni. Þvottur var þveginn inni í bæ en skolaður í mýrarpytti fyrir sunnan bæinn, svo það hefur verið erfitt að halda þvottinum vel hvítum með svona vatni. landið bar ekki svo stórt bú að hægt væri að framfleyta fjölskyldu á því. Bændurnir fóru því á vertíð til að drýgja tekjurnar en ef ekki var farið á ver- tíð stunduðu þeir oft sjósókn frá landeyjasandi. En það var oft stopult vegna gæftaleysis. Bændur áttu sín pláss hjá ákveðnum formanni og veifaði hann á bæ sínum síðla dags ef honum leist á að fært yrði á sjó næsta dag. Þá brugðust menn skjótt við og voru komnir til sjávar síðla nætur reiðubúnir að setja fram skipið og hefja sjóferðina. Ég man eftir er pabbi kom úr einni slíkri ferð. Hann hafði farið einhesta til skips. Síðan var einhver í landi sem gætti hestanna fyrir sjófarendur. Þegar pabbi kom heim teymdi hann hestinn en yfir tuttugu stórir fiskar héngu saman bundnir yfir hestinn. Það var mikill spenningur hjá okkur krökkunum að sjá gert að fiskinum. Sjá úr hverjum komu hrogn og hverjum ekki. Hrognin voru svo ofsalega góð, fannst okkur. Síðan pækilsaltaði pabbi fiskinn og var þetta gott búsílag. Vegasamband var slæmt við bæinn, illur vegur fyrir hestvagna að Fróðholti en þar tók Þverá við ef lengra þurfti að fara. Ferja var í Fróðholtshjáleigu (nú Ármóti) og voru hestar stundum látnir synda á eftir bátnum. Var það kallað að sundleggja. Frá Fróðholti var vað yfir að Móeiðarhvolshjáleigu kallað Ósar. Það var oft vatnsmikið og hætt við sandbleytu meðan Markarfljót rann óbeisl- að um landið. Það var lokið við að stífla rennsli fljótsins í Þverá 1947. Það var mjög þarft verk því Þverá hafði brotið mikið land undir sig eins og Jónas kvað: „Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda.“ Það er annars merkilegt að það skyldi takast að beisla þetta fljót með þeim verkfærum sem þá voru. Engar jarðýtur né vélskóflur til að vinna með og koma stórgrýtinu í varnargarðana. Og þetta sýnir ekki síður stórhug og djörfung ráðamanna að leggja í þetta stórvirki, en þetta tókst eftir margra ára starf og nú rennur Markarfljót skemmstu leið til sjávar, beislað varnargörðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.