Goðasteinn - 01.09.2013, Page 33
31
i
Á fimmta áratug liðinnar aldar var félagsstarf líflegt í
ungmennafélaginu trausta í Vestur-Eyjafjallahreppi, eins
og oft var. Þá voru skilyrði til þess að sumu leyti góð.
Heimaland, samkomuhús félagsins, var stærsta samkomu-
hús í Rangárvallasýslu, á þeim tíma. Allmargt ungt fólk var
heima í sveitinni, að minnsta kosti hluta úr árinu, og sumt
var ekki sérlega önnum kafið, nema um sláttinn. Að vísu
fóru margir til Vestmannaeyja á vetrarvertíð og nokkrir á
heimavistarskóla. Erfiðara var þó að halda uppi félagsstarfi,
fyrir það hversu fáir bílar voru hér, en það voru aðallega vöruflutningabílar,
sem voru þó líka notaðir nokkuð til fólksflutninga en þeir voru ekki í eigu
félagsmanna. Sími var ekki heldur nema á örfáum bæjum, fram undir 1950.
Ég var kosinn formaður félagsins 1944. Þá var ekki kominn sími að Syðstu-
Mörk og þar var ekki heldur til bíll, og kom það sér ákaflega illa fyrir for-
manninn. Á þessum árum hélt félagið nokkra dansleiki, 2-3 leiksýningar á
ári og íþróttamót annað hvert ár, nokkrir félagsfundir voru haldnir á hverju
ári. Íþróttaæfingar voru stundaðar á vorin fyrir íþróttamótin og íþróttanám-
skeið voru stundum haldin á Heimalandi á haustin. Þar var mest áhersla lögð
á glímu. Formaðurinn þurfti því oft að fara að heiman ef starfið átti að ganga
sinn eðlilega gang.
Minningabrot frá starfi
ungmennafélagsins trausta
Guðjón Ólafsson