Goðasteinn - 01.09.2013, Side 34

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 34
32 Goðasteinn 2013 Á löngu tímabili í sögu félagsins var það fastur liður í starfi þess, að æfa eitt leikrit til sýningar, fyrri hluta vetrar. Þá var gjarnan legið við á Heimalandi í tvær vikur við æfingar. Venjulega sváfu leikararnir í flatsæng á gólfinu í bað- stofunni, en hún var í risinu yfir veitingasalnum. Á kvöldin var stundum sitthvað sér til gamans gert. Einu sinni var reynt að tala við manninn, sem álitið var að væri í húsinu. En næstum því enginn hafði séð hann, og fáir vildu gista hjá honum einir. Það var því reynt að tala við hann með andaglasi. Ekki vantaði kraftinn í glasið, það tók kraftmiklar rokur, fram og aftur um borðið. Okkur þótti því líklegt að hann vildi tala við okkur. Við spurðum hann, hvort honum fyndist ekki verra, að við skyldum vera þarna í húsinu. Hann svaraði því svo, að það gerði sér ekkert til, við værum ekkert fyrir sér. Eftir því hefur hann sennilega ekki sofið í baðstofunni, nema að hon- um hafi bara fundist tilbreyting í að sofa þar hjá okkur. Við spurðum hann líka hvað hann héti og hvaðan hann væri og fengum strax greið svör við því. Hann nefndi nafn sitt og bæjarnafn, en hvorugt fer hér á prent. En hann sagði að bærinn væri í Norður-Ísafjarðarsýslu. Ekkert okkar kannaðist við að hafa heyrt þann bæ nefndan. En seinna var mér sagt, að ekki væri ólíklegt að hann væri þarna að vestan, því hann hafi líklega komið að Heimalandi með ísfirskum manni, sem vann þar við múrvinnu, þegar fyrri hluti hússins að Heimalandi var byggður, en orðið eftir þegar hann fór. Svo var það, að ég kom á nokkuð marga bæi í Norður-Ísafjarðarsýslu, fáum árum seinna, þegar ég var þar í fjárkaupaferð vegna fjárskipta, að ég gisti á bæ með því sama nafni og sá bær, sem hinn framliðni, hafði nefnt sem sinn heimabæ. En þá vildi svo undarlega til að ég mundi alls ekki eftir þessu samtali í andaglasinu á Heimalandi og þó gisti ég bæði haustið 1953 og haustið 1954 á þessum sama bæ. tvær nætur í hvort sinn. Þetta fannst mér mjög einkennilegt, að ég skyldi ekki muna eftir að spyrja um manninn. En eftir öðrum leiðum fréttist, að maður með þessu nafni, hafi verið til á bæ sem hét þessu nafni, sem hann hafði nefnt. Á því tímabili sem ég starfaði mest í umf. trausta, fannst mér leikstarfið, einn af merkari þáttunum í starfi þess. Hér var talsvert af ungu fólki sem hafði góða leikhæfileika. Að vísu fluttist það burt úr sveitinni smátt og smátt og þannig misstum við marga leikara, eftir að þeir höfðu leikið nokkrum sinnum og stundum aðeins einu sinni, en þarna kom alltaf maður í manns stað. Á þessum tíma höfðum við ekki möguleika á, að hafa aðfengna leikstjóra eða leiðbeinendur. leikararnir urðu því að segja hver öðrum til og þá sér- staklega, að þeir sem voru eitthvað vanir sögðu þeim til, sem voru að byrja. Aðsókn að leiksýningunum á Heimalandi var yfirleitt góð á þessum árum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.