Goðasteinn - 01.09.2013, Page 35
33
Goðasteinn 2013
Ég held að það hafi fyrst og fremst verið fyrir það, að við vorum heppin með
val á gamanleikritum og höfðum leikara sem skiluðu sínum hlutverkum vel,
miðað við kunnáttu og aðstæður. Þar var fremstur í flokki Sigurður Sveinsson
frá Efri-Rotum. Hann hafði mikla hæfileika sem gamanleikari. Sýningar urðu
venjulega tvær eða þrjár á Heimalandi, en stöku sinnum var líka sýnt annars-
staðar.
Veðrið vildi stundum setja strik í reikninginn. Einu sinni var það að nóttina
fyrir seinni sýningu, gerði mikinn byl, sem stóð fram eftir morgni. Ákveðið
hafði verið að taka eina æfingu eftir hádegi, en sýna svo um kvöldið. leik-
ararnir voru allir frá eystri hluta svæðisins, en ég sá eini á vesturenda þess.
Ég var þeim til aðstoðar við æfingar og sýningar. Og sem formaður þurfti ég
að sjá um eitt og annað í sambandi við væntanlega samkomu, því dansleikur
átti að vera á eftir sýningunni, eins og ævinlega var. Æfingin átti að byrja kl.
eitt. Ég þurfti að mæta um leið og leikararnir. Ég hafði ekki síma og vissi því
ekki hvernig veðrið væri hjá þeim þar eystra. Samt lagði ég af stað gangandi,
í hálfgerðum byl um tíu leytið. Bjóst við að verða í 3 tíma að Heimalandi, í
svona færð og veðri. Þegar ég kem fram fyrir Seljalandsmúla, er þar sæmilegt
veður. Ég held nú áfram að Heimalandi, býst við að allir séu komnir. Axel í
Varmahlíð ætlaði að koma með þau að austan, á vörubílnum sínum. En það
er enginn kominn, svo ég bíð nú þó nokkurn tíma, en ekki koma leikararnir.
Veðrið var þannig að mér fannst ólíklegt að það væri ástæðan, fyrir því að þau
komu ekki. Ég fer nú upp að Sauðhúsvelli, en ekki frétti ég neitt af leikurunum
þar. Þegar ég hafði beðið þar nokkurn tíma, fer ég aftur niður að Heimalandi.
Þá er farið að skyggja. Enn bíð ég, við ljós af litlum olíulampa. Þegar aldimmt
var orðið úti fór ég að heyra einhver hljóð, en ekki voru það bílhljóð, þessi hljóð
áttu greinilega upptök sín inni í húsinu, helst heyrðist mér þau koma undan
leiksviðinu. Mér brá nú svolítið í fyrstu, en svo þóttist ég finna skýringu á
þessu, hljóðið líktist skrjáfi í bréfum. Þarna gætu hugsanlega verið mýs undir
leiksviðinu.
Nú var orðið útséð um að ekki yrði tími til að hafa æfingu. Þá fer ég að
hafa áhyggjur af því, að leikararnir verði kannski ekki komnir þegar leikhús-
gestirnir koma. Þá legg ég af stað gangandi austur í von um að verða einhvers
vísari, svo ég geti að minnsta kosti gefið skýringu á því, hvers vegna engin
sýning verði.
Nú var komið besta veður, þannig að vel gat verið að fólk kæmi til að
sjá leikinn, því að snjór var ekki svo mikill að ekki væri fært um vegina, að
minnsta kosti ekki vestan frá.
Þegar ég er kominn austur á móts við Hvamm kemur bíll austan að, það