Goðasteinn - 01.09.2013, Page 39
37
Goðasteinn 2013
var formaður í trausta komst hann ekki einu sinni á fund í félaginu nema fara
yfir Markarfljót óbrúað, ásamt nokkrum öðrum félögum því að Markarfljót
klauf Vestur-Eyjafjallahrepp, landfræðilega í tvennt. En Árni mun hafa verið
formaður félagsins í sex ár, um og fyrir 1930 en Markarfljót var fyrst brúað
1933.
Þó að mér hafi þótt erfitt að vera formaður félagsins fyrst þegar ég gegndi
því starfi, þá hefur það þó verið miklu erfiðara fyrir þá sem áttu heima fyrir
utan Markarfljót því félagsstarfið fór að mestu fram austan þess.
Í starfsskýrslu umf. trausta fyrir árið 1938 er þessi bókun: “ - - -Síðara nám-
skeiðið var haldið í sundlaug Íþróttafélagsins Eyfellings. Kennarar voru leifur
Auðunsson og Guðjón Pétursson. umsjónarmaður nemenda var ingimundur
Ólafsson. Nemendur voru 22 ?. Námstími 7 dagar. Árangur var mjög góður.
Einn nemandi Guðjón Ólafsson, Syðstu-Mörk 16 ára synti 2000 metra hvíld-
arlaust eftir 6 daga nám. Ólafur Ólafsson, Syðstu-Mörk og Jón Kjartansson,
Eyvindarholti, báðir 14 ára að aldri syntu 1000 metra hvíldarlaust, einnig eftir
6 daga nám, allir voru piltar þessir ósyndir í byrjun námskeiðsins.”
Þar sem þessi frásögn starfsskýrslunnar segir ekki að öllu leyti frá því sem
þarna gerðist ætla ég að gera því betri skil.
Á sjötta degi námskeiðsins fór ingimundur Ólafsson umsjónarmaður okk-
ar að reyna, hvað hann gæti synt langt án hvíldar. Þegar hann hafði synt 700
metra var hann farinn að mæðast nokkuð og hætti. Þetta þótti okkur nokkuð
mikið. Þá datt okkur þremur nemendum í hug að prófa hvað við gætum synt
langt án hvíldar. Þeir Ólafur og Jón hættu þegar þeir voru búnir að synda 1000
metra, en ég þegar ég var búinn að synda 2000 metra. Kennararnir voru ekki
viðstaddir meðan við vorum að synda þetta. En svo var þeim sagt frá því sem
við höfðum gert. Þessu trúðu þeir ekki. Þá sagði ég, þá skal ég gera þetta aftur
og fór svo strax af stað og synti 3000 metra til viðbótar hvíldarlaust. Ekki var
tekinn tími hversu langan tíma tók fyrir okkur að synda þessar vegalengdir, en
efalaust hefur hraðinn ekki verið mikill.
Þetta sýnir að kennslan hefur verið í góðu lagi.
Víkurdrangar ehf