Goðasteinn - 01.09.2013, Page 41
39
Oddaverjar í Odda á rangárvöllum
í þrjár og hálfa öld (935-1290)
Í túnfæti Hellu, fimm mínútna akstur í suður frá þjóð-
veginum um miðja vegu milli Hellu og Hvolsvallar, er
fornfrægur staður, Oddi á Rangárvöllum. Hann stendur
við áberandi hóla sem hrúgast hafa upp á rennisléttu undir-
lendi Rangárvalla. uppi á hæsta hólnum, Gammabrekku,
er víðsýnt, Suðurlandsundirlendið blasir við til allra átta,
umkringt fjarlægum en fallegum fjallahringnum. Við bregðum okkur í Odda
og upp á Gammabrekku. Hér ætlum við að staldra við og stikla á stóru við
upprifjun á sögu staðarins.
Sá sem á heiðurinn af því að hafa verið fyrstur til að byggja bæ í Odda hét
Þorgeir Ásgrímsson. Hann var tíu ára þegar hann kom frá Noregi í fylgd ætt-
menna sinna. Hann ólst upp í Skarði hinu eystra sem talið er hafa verið undir
Selsundsfjalli. Þegar hann óx úr grasi keypti hann land af Hrafni Hængssyni
sem bjó á Stóra-Hofi á Rangárvöllum og átti mikið land. Hrafn var merkur
maður, fyrsti lögsögumaður á Alþingi frá stofnun þess á Þingvöllum 930, og
gegndi hann því starfi fyrstu tvo áratugi Alþingis.
Ekki er ólíklegt að hinn ungi Þorgeir hafi þekkt vel til landsins sem hann
keypti, Oddalands, því að kona hans, Þuríður Eilífsdóttir, var heimasæta á land-
Þór Jakobsson, formaður Oddafélagsins
fróðleikur um Odda
á rangárvöllum