Goðasteinn - 01.09.2013, Page 46
44
Goðasteinn 2013
var barnakarl eins og faðir hans, giftist ekki en átti 10 börn með fjórum nafn-
greindum konum, bústýrum sínum og hjákonum.
Fer nú að halla undan fæti hjá hinum glæstu Oddaverjum. Haraldur Sæ-
mundsson tekur við forræði í Odda og síðar ekkja hans Sigríður Þorsteins-
dóttir fram yfir miðja 13. öld. Sótt er að Oddaverjum á viðsjárverðum tímum,
valdabrölt, krytur, deilur, mannvíg og bardagar Sturlungaaldar setja svip sinn
á þjóðlífið. Goðorð Odda er í hættu. Það gengur á ýmsu í Odda fram eftir
öldinni engu síður en á landinu öllu. Borgarastyrjöld geisar. Einir fimm ábú-
endur af Oddaverjaætt taka við hver af öðrum en þegar yfir lýkur er þriggja og
hálfrar aldar skeiði ættarinnar í Odda liðið undir lok fyrir fullt og allt. Síðastur
er herra loftur Sæmundsson riddari sem er flæmdur frá ættaróðali sínu árið
1290. Gullöld Odda er um garð gengin.
Oddi á Rangárvöllum verður aldrei síðan möndull mennta og valda á Ís-
landi. Völd og áhrif hafa færst smám saman til biskupssetra í Skálholti og á
Hólum, til erkibiskups í Niðarósi (Þrándheimi í Noregi) og til Noregskonungs.
En Oddi hélt velli sem eftirsótt brauð, sóknarkirkja, sem margir merkir prestar
hafa verið vígðir til þær átta aldir sem liðið hafa frá því er Oddaverjar gerðu
garðinn frægan. Útsýnið af Gammabrekku er hið sama og landið umhverfis
hefur staðið af sér margs kyns breytingar af völdum veðra og vinda. Eldgos,
gróðureyðing og sandfok hefur herjað en á síðustu öld hefur maðurinn bætt
ráð sitt og vinnur nú ötullega að því að rækta upp aftur sanda og örfoka land í
Rangárþingi. Það er draumur Oddafélagsins, samtaka áhugamanna um endur-
reisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, að einn góðan veðurdag verði með
álíka hætti unnið að ræktun andlegra verðmæta umhverfis Odda og að þar
byggist upp „Sæmundarvellir“ vísinda og fræðslu landi og þjóð til gagns og
sæmdar.
Allar almennar raflagnir og viðgerðir
heimili, heimilistæki og rafvélar -áratuga reynsla!