Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 50
48
Goðasteinn 2013
Gengið var inn í húsið frá vestri, forstofan var skúr og gengið upp tvær
tröppur og forstofan var með fataskáp og kommóðu, á henni var taurulla, sem
nýttist vel. til vinstri var gengið inn í stofuna, í henni var dívan (sófi), á honum
voru 2 púðar ísaumaðir af móður minni, borð með 6 stólum voru á miðju gólfi,
þau húsgögn hafði pabbi smíðað ásamt öðrum húsmunum, kommóða með fal-
legum dúk var við vesturvegg ásamt bókaskáp með 4 hillum – 2 hurðir voru á
skápnum og gler í hurðunum svo ekki sótti ryk í bækurnar, þrjár myndir voru
á veggjunum. ljósmynd úr Þjórsárdal, mynd af Hallgrími Péturssyni, sams
konar mynd var næstum á hverjum bæ, einnig var mynd af Jóni Sigurðssyni
forseta. Á kommóðunni voru einnig fjölskyldumyndir.
Á austurvegg hékk olíulampi, eins var í hverju herbergi 10 – 15 línu lampar.
Næsta herbergi er baðstofan. Þar voru 3 rúm, rúm foreldra okkar og tvö
önnur, í hverju rúmi sváfu tveir, einnig var barnsvagga í þessu herbergi. Borð
undir glugga og lampi, sem hékk úr loftinu. Mynd prýddi einn vegginn, það
var máluð mynd eftir Pál Jónsson frá Ægissíðu. Myndin var af bóndabæ og
skrautritað „drottinn blessi heimilið.“ Þannig mynd var mjög víða. Úr bað-
stofunni var gengið austur í herbergi ömmu og Kristínar (alltaf kallað ömmu-
herbergi) þar var rúm ömmu við austurvegg, lítið borð var undir glugganum,
fatakista ömmu við vesturvegg ásamt rokknum hennar.
Rúm Kristínar var við norðurvegg og lítill fatakistill ásamt rokk við hliðina
á rúminu. Þetta var aleiga hennar. dyr voru til norðurs í næsta herbergi, þar
voru einnig 2 rúm og úr því var gengið í eldhúsið. Þar var svört eldavél, hún var
með gylltum hólk að framan, sem varði því að fólk myndi brenna sig, einnig
var gott að setja viskustykki til þerris.
Svo ég lýsi betur vélinni, hún var með þrjár plötur, sem voru hringir, sem
féllu hver inn í annan og innsti hringurinn var með skarð sem „skörungurinn “
var rekinn í gegnum og hringir færðir til þegar notaðir voru pottar, sem gengu
niður í holið (eldhólfið), skápar voru bæði upp á vegg og neðri skápar, 3 skúffur
voru í neðri skápnum.
Eldhúsborð var ásamt bekk og nokkrum stólum. Matast var í eldhúsinu, en
oftast var matur færður til ömmu og Kristínar, þær sátu á rúmum sínum þegar
þær mötuðust. Úr eldhúsinu var gengið til vesturs og við norðurvegg var stigi
upp á loftið, þar var lítið herbergi með suðurglugga, þar var gjarnan sofið á
sumrin en svo kalt var að vetrinum að það var ekki hægt, hefur sjálfsagt vantað
einangrun.
Norðurhlutinn af loftinu var geymsla fyrir ýmsa hluti, sem ekki voru í dag-
legri notkun. Eitt vil ég nefna, á öllum rúmum á heimilinu voru heimaofnar
ábreiður, þær höfðu amma og móðir mín ofið, fengu lánaðan vefstól en þær