Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 51
49
Goðasteinn 2013
höfðu litað ullarbandið, sem ofið var úr og að sjálfsögðu spunnið bandið líka.
Ég var hamingjusöm með mitt heimili, þar var alltaf mjög snyrtilegt og góð-
ur heimilisandi, mikil glaðværð og vinafólk okkar sagði oft: „Við ætlum niður
að Miðkoti að sækja okkur hlátur og gleði.“
Ekki spillti heldur að foreldrar okkar voru óvenju lagtækir og margir fengu
að njóta þess. Húsinu okkar var vel við haldið, það gerði faðir okkar og lítið var
aðkeypt viðhald. Fyrir framan húsið var snyrtilegar blómagarður, sem í voru
birki og reyniviður, ásamt bláhjálmi, garðabrúðu og fleiri fjölærum blómum,
einnig var sáð til sumarblóma. Í suðurgluggunum voru blóm, bæði rósir, pelag-
óníur og fleiri blóm, sem þá voru í tísku. Ein mesta breyting, sem mér er eft-
irminnileg, var þegar útvarpið kom 1930, á það var mikið hlustað, en breyting
varð á og húslestrar lögðust að mestu niður.
Þar sem ég hef áður lýst herbergjaskipan fer ég hér fljótt yfir sögu. Bað-
stofan, sem var stærsta herbergið, þar sváfu foreldrar mínir og við fjórar systur,
það sváfu flestir tveir í rúmi. Fyrst sváfum við hjá ömmu og Stínu en síðar tóku
yngri systurnar við, en við þær eldri sváfum eftir það í sama rúmi.
Við systurnar sváfum í náttkjólum, heimasaumuðum, þeir voru úr flóneli,
Heimilisfólkið í Miðkoti 1937: Efri röð frá vinstri, Sveinn Ísleifsson efstur, fyrir framan hann
Kristín Kristmundsdóttir, Lilja Árnadóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Ísleifur Sveinsson og
Margrét Guðnadóttir. Neðri röð frá vinstri: Kristín Ísleifsdóttir, Ísbjörg Ísleifsdóttir, Margrét
Jóna Ísleifsdóttir, Bóel Ísleifsdóttir, Guðrún Ísleifsdóttir. Snati neðst í hægra horni.