Goðasteinn - 01.09.2013, Side 52
50
Goðasteinn 2013
karlmenn sváfu í nærfötum en eldri konurnar í nátttreyjum. Börnin sváfu í
sama herbergi og foreldrarnir. Ég átti ekkert sérstakt rými í íbúðarhúsinu, það
var búið þröngt og hver tók tillit til þarfa hins. Salernisaðstaða var útikamar,
sem var staðsettur á safnþró frá fjósinu, koppar voru notaðir, emeleraðir, hvítir
með blárri rönd efst. Salernispappír var ekki aðkeyptur fyrr en c.a. 1940, áður
var notast við dagblöð eða annan mjúkan pappír. Baðaðstaða var engin en
notast var við þvottabala og vaskaföt, allt vatn þurfti að hita á eldavélinni. Á
sumrin sóttum við eftir að baða okkur í bæjarlæknum. Eftir aðstæðum tel ég
að hreinlæti hafi verið gott á okkar heimili. Þvottur fór fram í eldhúsi, þvegið
var í þvottabala á þvottabretti, oftast var farið með tauið í lækinn til skolunar og
var það bæði erfitt og kuldaverk. Eins og ég hef áður sagt var borðað í eldhúsi.
Amma mín og mamma sáu um eldamennsku. Fram eftir árum var morgunmat-
ur skyr og hafragrautur, kaffi var um hádegið en aðalmatur var kl 3 og kallaður
miðdagsmatur, kvöldmatur var brauð og flatkökur ásamt skyri og hafragraut.
Á sumrin var búin til sulta úr rabbabara, hann var einnig notaður til grautar-
gerðar. Slátur var tekið á haustin og einnig var gerð sviðasulta, á þessum árum
var engin frystiaðstaða en slátur og sulta voru geymd í mjólkursýru í trétunnu.
Eldhúsáhöld voru mjög einföld en bjargast var við fábreytta en nauðsynlegustu
hluti. Gestir komu mjög oft án þess að sérstaklega væri til boðað. upphitun
var aðeins frá eldavél í eldhúsi og ofn í baðstofu. Þar sem aðeins var notast
við olíulampa var besta lýsingin í baðstofunni og þar var gjarnan setið með
handavinnu og lestur. Neysluvatn var fremur sparað en aldrei var þrot á því á
mínu æskuheimili, eins og ég hef áður sagt fengum við gott vatn úr brunni.
Þau heimilistæki sem nýttust vel voru prjónavél og góð saumavél. Móðir mín
Á túninu heima í Miðkoti. Upp við íbúðarhúsið er smiðjan en hænsnakofinn stendur framar
á myndinni.Bauga að fá sér smá sopa, sér í Skraut en fyrir framan Reiður.