Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 53
51
prjónaði mikið bæði fyrir
okkar heimili og aðra, einn-
ig saumaði hún allan fatnað
á heimilisfólkið. um þrif á
heimilinu sáum við til skipt-
is, systurnar, það var skúr-
að einu sinni í viku, notuð
var grænsápa, sem þurfti nú
fremur að spara, eldhúsgólf
var oftar skúrað. Á hverju
vori var allt húsið gert hreint.
Viðrað var úr öllum rúmum
og oft skipt um dýnur, sem
voru úr hálmi og strigi saum-
aður utan um þær – ofan á
dýnunum voru undirsængur,
þær voru úr grófu fiðri svo
voru að sjálfsögðu sængur og
koddar. Mér er minnisstætt þegar loft og þil voru þvegin, stundum komu ungar
stúlkur af næstu bæjum og hjálpuðu til, stóðu þær upp á borði þegar loft voru
þvegin. Venjulega voru þetta vinnuskipti, pabbi eða mamma höfðu unnið ein-
hver verk, sem þessar stúlkur voru að borga fyrir. Eins og ég hef áður sagt leið
mér vel heima, enda þekkti ég ekki annað, það var ekki fyrr en ég varð 14 ára
þá fór ég til Hafnarfjarðar, fór þar í Flensborgarskólann, bjó hjá frændfólki
mínu 2 vetur. Fjölskyldan átti ekki einkabíl, ef eitthvað þurfti að fara úr fyrir
sveitina var ferðast með áætlunarbíl, sem gekk í Fljótshlíðina og til Reykjavík-
ur eða með mjólkurbíl, sem gekk á hverjum degi á Selfoss. Þau ferðalög sem
við fórum í var aðallega farið á hestum, helst var það í Þórsmörk og fóru þá
fleiri í nágrenninu með. Það sem ég hef rakið hingað til er frá bernskuárum
c.a. frá 1930 – 1942. Haustið 1942 fluttu foreldrar mínir á Hvolsvöll. Pabbi
byggði tveggja hæða hús, byrjaði húsbygginguna í byrjun nóvember og í hús-
ið var flutt í apríl 1943. Ég hafði þetta sama vor 1942 ráðið mig til starfa hjá
Kaupfélaginu og var til heimilis í húsi, sem starfsfólkið bjó í. Ástæða þess að
foreldrar mínir fluttu á Hvolsvöll var sú að jörðin okkar var lítil og faðir minn
farinn að vinna mikið utan heimilis, hann fór í iðnskólann á Eyrarbakka og
lærði trésmíði, lauk prófi og varð trésmíðameistari. Á Hvolsvelli fékk hann
vinnu á trésmíðaverkstæði nýstofnuðu. Húsið á Hvolsvegi 16 byggði hann á
fjórum mánuðum – þetta er tveggja hæða hús og er enn í fullu gildi. Þetta var
Goðasteinn 2013
Myndin er tekin frá gamla leikvellinum 17. júní. Til
vinstri er „Ömmubær“, en til hægri sér í hús Margrétar
og Pálma