Goðasteinn - 01.09.2013, Page 54
52
mikil breyting að fá rafmagnslýsingu, baðaðstöðu, þvottahús og fleiri þægindi.
Húsið gengur undir nafninu „Ömmubær“- í dag er það í eigu dóttur minnar
ingibjargar Pálmadóttur og Haraldar Sturlaugssonar, þau hafa átt húsið í 12 ár,
tóku það vel í gegn svo sómi er að. Heimilishlýjan, sem fylgdi okkar heimili
er þar enn til staðar.
skólinn minn
Fljótshlíðarskóli var byggður 1930, hann var einnig samkomuhús sveitarinn-
ar, sjö ára gömul fékk ég að trítla með bróður mínum, sem var ári eldri en ég.
Ég var orðin læs og á það ömmu minni og nöfnu að þakka. leiðin í skólann
voru þrír kílómetrar og að sjálfsögðu gengu öll börnin í skólann, annað þekkt-
ist ekki. Við fórum í skólann annan hvern dag, við yngstu börnin vorum með
þeim elstu, sem voru á síðasta vetri. Skólastjórinn Halldór Sölvason var eini
kennarinn en auk hans kenndi kona hans Katrín Sigurðardóttir handavinnu
einu sinni í viku.
leikfimi var ekki kennd, aðeins nokkrar líkamsæfingar, sem teknar voru
fyrst á morgnana. Ég var með heimasmíðaða skólatösku, pabbi hafði að sjálf-
sögðu smíðað hana, hún var með handarhaldi, seig svolítið í litlar axlir til að
byrja með. Nesti vorum við með, mjólk og brauð. Frímínútur voru notaðar úti
við, var þá oftast hlaupið í skarðið eða rennt sér á svelli, sem var á tjörn sunnan
við húsið.
Stólar og borð voru sérsmíðuð en voru ekki mjög þægileg tvö og tvö sátu
saman, oftast var það kynjaskipt, stúlkur saman og piltar saman.
Skóla lauk upp úr kl. 2 og var þá labbað heim, þegar ég hugsa til baka og
skoða gömlu vinnubækurnar mínar finnst mér ótrúlegt hvað við gátum gert
með ekki meiri kennslu. Það skal tekið fram að Halldór Sölvason varð skóla-
stjóri í Fljótshlíðinni 1934.
Fyrstu kennarar mínir voru Vilborg Auðunsdóttir frá Eyvindarmúla og Sig-
urbjörg Guðjónsdóttir frá Stóru-Mörk, mætar konur, Sigurbjörg kenndi 1933 og
hélt til á heimili foreldra minna.
Eftirmáli
Ágætu viðtakendur. Þessi skrif mín eru eftir minni skrifuð og bið ég ykkur að taka vilj-
ann fyrir verkið.
Í maí í vor, var ég búin að eiga heima á Hvolsvelli í 71 ár og hef búið við sömu götuna alla
tíð, en hef þó búið í þrem húsum, þeim fyrstu sunnan götunnar, en frá 1946 á Hvolsvegi
19. Það hús byggðum við hjónin og fluttum í það 28. apríl 1946.
Eiginmaður minn var Pálmi Eyjólfsson, við eigum þrjú börn, 10 barnabörn og 18 barna-
barnabörn. Pálmi lést 12. október 2005, síðan hef ég búið ein í mínu húsi.
Goðasteinn 2013