Goðasteinn - 01.09.2013, Page 56
54
Goðasteinn 2013
Í minningargrein um Einar sem birtist í Morgunblaðinu 6. ágúst 1939, merkt
Samlandi, höfundur Páll Sveinsson frá Ásum, segir m.a.: „Einar í Garðsvika
var ekki hár maður vexti svo að á hann stæði mikil veður og virtist ekki trana
sér fram, enda gerði hann það ekki. Þó var það svo að þar mun sveitungum
hans hafa þótt málum sínum best borgið sem voru hans forsjá falin. Hann var
fríður sýnum og góðmannlegur, ljúfmenni í umgengni og yfirlætislaus í besta
skilningi en hann gekk óhultur og öruggur sína götu og hann gáði áreiðanlega
ekki til veðurs um það hvað almenningur sagði um gerðir hans. um það allt
hafði hann óbifanlega sannfæringu og drengskapartilfinningu og lét sig litlu
skipta veðrabrigði nútímans.“
Einar var unnandi fróðleiks og hann lét eftir sig litla handskrifaða sagna-
syrpu. Kristín dóttir hans sýndi mér þá velvild að senda mér ljósrit hennar þann
2. febrúar nú í vetur. Ég hefi valið úr henni þá þætti sem fara hér á eftir til birt-
ingar í Goðasteini með leyfi Kristínar og kann henni bestu þakkir fyrir.
Tveir tígulkóngar
Í þjóðsagnasafni útgefnu af kennara Ein-
ari Guðmundssyni eru tvær sögur sagðar
um spilamennsku í Stórólfshvolskirkju í
tíð sr. Sigurðar thorarensen, líklega 1850
- 60. Þar þessar sögur eru í raun og veru
ekki nema ein saga og þessar frásagnir eru
talsvert rangar, ætla ég að segja söguna hér
svo sem ég tel rétta. Ég verð að telja mína
heimild vissari heldur en annarra sökum
þess þetta gerist hér í nágrenni við mig. Ég
hefi söguna eftir fólki sem var hér er þetta
fór fram og man vel eftir einum spilamann-
inum, þekkti hann vel á mínum yngri árum.
Sá maður hét Árni Benónýsson.
Svo byrjar saga mín: Séra Sigurður
thorarensen bjó á Stórólfshvoli, kirkjustað,
en hafði líka Sigluvíkurkirkju í Vestur-landeyjum. Það var á aðfangadags-
kvöld að prestur hélt aftansöng í Sigluvík en ætlaði að messa á Hvoli á jóladag.
Að loknum kvöldsöng í Sigluvík lagði hann á stað áleiðis heim til sín ásamt
fylgdarmanni. Segir ekki af ferð þeirra fyrr en þeir koma uppeftir Þverá hjá
Einar í Garðsauka