Goðasteinn - 01.09.2013, Page 60
58
Goðasteinn 2013
Hvolsbrenna
Sannar sagnir skýra frá því að bærinn í Stórólfshvoli brann með afar mikl-
um fjármunum árið 1645. Þar bjó þá auðkonan Katrín Erlendsdóttir, ekkja
Vigfúsar sýslumanns, Gíslasonar og móðir Jóns Vigfússonar biskups að Hól-
um. Hún dó 1693, 81 árs. Sagt er að nokkru fyrir brunann dreymdi Katrínu
það að kirkjan brynni. Þótti henni draumur þessi svo áhrifamikill að yrði að
veruleika. Hún hafði geymt mikið af dýrum munum á kirkjulofti en lét aftur í
té rúm í bænum til geymslu fyrir muni vinnufólksins. Svo brá við eftir draum
þennan að hún lætur flytja sína dýrustu fjármuni inn í bæ en aftur lætur hún
færa allt er vinnufólkinu tilheyrði útí kirkju.
líður svo nokkur tími þar til eitt kvöld að maður baðst gistingar á Hvoli,
sem var leyft og honum vísað til baðstofu. leið svo fram á kvöld að farið var
að lesa húslestur. Meðan á honum stóð fannst gestinum leggja allsterkan reykj-
arþefinn svo hann stendur upp og fer fram í bæinn. Sér hann þá að frambær-
inn er í einu eldsbáli. Fer hann inn og lætur vita af þessu. Hætt var við lestur
og farið að gera tilraun að slökkva en við ekkert varð ráðið og brann þar allur
bærinn með þeim miklu fjármunum sem hann hafði að geyma. Segir sagan að
smjör og silfur hafi runnið í lækjum niður traðir. Sagt er að Katrín sjálf hafi
staðið á sléttum kletti, Bjallanum, sem er ofan við bæinn og horft á eldinn en
þegar hún fór voru spor hennar eftir í klettinum, talið að sjáist þann dag í dag.
líka er talið að Katrín hafi átt sýruker klappað í Bjallann. Hliðin sem að eld-
inum vissi sprakk við hitann. talið er að fyrir því sjáist þann dag í dag.
Athugasemd: Hvolsbrennu getur m.a. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Fjöldi mið-
aldaskjala og handrita hefur í henni farið forgörðum, að ekki sé talað um auð
silfurgripa og húsbúnaðar. um Katrínu ríku og brennuna er fjallað í Goða-
steini, 1976, bls.31-38. Alkunn var vísan um Hvolsbrennu:
Í eldinum heyrðist „Aldrei nóg,“
sem upp brenndi á Hvoli.
Af samandregnum sýsluplóg
sást ekki eftir moli.