Goðasteinn - 01.09.2013, Side 62

Goðasteinn - 01.09.2013, Side 62
60 Goðasteinn 2013 vinur, Árni Sigurjónsson, sem alinn var upp í lamb- húshól. Það mátti kalla þetta fjölskyldu fyrirtæki, og erindið var að ná í föður okkar bræðra Jón Jóngeirsson sem ætlaði að dvelja í Vestmannaeyjum um hátíðirnar, enda börnin hans flest á þeim tíma sest þar að. um hávetur þegar birtan er styst var ekki afgangur af að hún entist til slíkra ferða, því var dagurinn vitaskuld tekinn snemma og miðað við að hann yrði nógu lang- ur til ætlunarverksins. Norðanátt var á þennan dag sem þurfti að vera svo að lendandi væri við sandinn, og dagurinn valinn með það í huga. Ekki man ég hvað lengi við vorum að sigla þarna austur eftir, og ekki man ég neitt úr þeirri ferð. En strax og þangað kom var hafist handa að róa árabátnum til lands. Þó ekki væri kominn sími nema á örfáa bæi hafði greinilega frést af okkur, því uppi í fjöru var nokkur hópur fólks og margir til að nota hentugt tækifæri að koma sendingu til Eyja. Það var líka eðlilegt því að fólkið sem í Vestmannaeyjum bjó á þessum árum var margt fyrir stuttu flutt úr sveitunum á Suðurlandi, og þar á meðal undan Eyjafjöllum. Nú kom það með ýmsa pinkla stóra og smáa sem alltaf þótti sjálfsagt að taka við. Ekki reyndist unnt að koma því öllu í einni ferð í árabátnum. Við hlóðum bátinn, tókum föður okkar með og fórum út að mótorbátnum, síðan urðum við að koma aftur upp í sandinn. Það voru auðvitað höfð hröð handtök að hlaða bátinn í annað sinn eins og hið fyrra og ýtt frá landi. Samt tók þetta allt heil- mikinn tíma, hverjum pakka fylgdu einhverjar orðsendingar og umtal sem varð að hlusta á, ekki þýddi eitthvert óðagot eða of mikill hraði þá hefði allt farið í vitleysu, enda upp og ofan með merkingu á því sem komið var með. En þegar við nálguðumst móturbátinn úr annari ferðinni kom heldur betur babb í bátinn sem ég kann enga skýringu á, Guðjón bróðir okkar hafði orðið eftir upp í sandi, og því ekki um annað að gera en fara þriðju ferðina. Birtu var þá mikið tekið að bregða, samt tókum við til við árarnar enn á ný. Hægra megin eða á stjór sat sá sem hér segir frá, en bakborðsmeginn var Bergur og fram í var Árni tilbúinn að stökkva upp með kollubandið um leið og skipið kenndi grunns. Við vorum svo sem á okkar heimaslóðum, allir upp- aldir á sjóbæjum við hafnlausa sandströndina. Ekki var ég gamall þegar ég var látinn vakta hestana fyrst þarna rétt upp af, þegar allir karlarnir sem gátu voru á sjó. Í gegnum mörg ár hafði ég oft séð áraskipum lent við sandinn, og vissi vel hvernig þeir fóru að. Eins var með hina mennina um borð, og við rérum ákveðið að landi. Ólafur Jónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.