Goðasteinn - 01.09.2013, Page 65
63
Goðasteinn 2013
líka geymt smávegis í umslagi í Vesturholtum sem við fengum að nota okk-
ur. dagurinn fór í undirbúning ferðarinnar, og undir kvöld vorum við komnir
með farareyri í vasann og einn hest handa hverjum okkar. Á mánudagskvöld
lögðum við af stað frá Vesturholtum á móti bíl sem við gátum komist með til
Reykjavíkur. Magnús bóndi tók að sér að reiða okkur eins og sagt var, það er
að fara með okkur eins langt og við þurftum á hestum. Árið 1926 voru ekki
komnar brýr á vötnin í Rangárvallasýslu og við fórum því sunnan við Fornu-
sanda og Helgusanda út að Markarfljóti, með það í huga að koma við á tjörn-
um hjá bróður okkar og fá lánaða hesta í viðbót. Okkur þótti lítið að hafa bara
einn hest á mann, ekkert til skiptanna. En Haraldur þurfti þá nauðsynlega að
nota sína hesta daginn eftir svo af því gat ekki orðið. Þess í stað bættist í hópinn
á tjörnum, Bergsteinn Bergsteinsson, og þar með voru mennirnir orðnir einum
fleiri en hestarnir. Frá tjörnum var svo farið upp að dalseli og Steinmóðarbæ,
og úr því rakinn hinn venjulegi ferðamannavegur yfir Ála og Affall. Sex menn
með fimm hesta, einn þurfti alltaf að ganga og var ekki hægt að segja að hóp-
urinn færi hratt yfir þó áfram miðaði. Hvergi var stoppað og lítið talað saman
utan þegar skipst var á að ganga og sitja á hestbaki. Seinni hluta nætur vöktum
við upp í Hemlu til að fá fylgd yfir Þverá. Við þekktum ekki vað á ánni, og hún
rann ofan á ís að hluta. leiðsögumaðurinn lét okkur fara í langri halarófu með
góðu bili á milli vegna þess hvað ísinn var ótraustur og göt á honum hér og hvar
sem gæta þurfti að. Vatnið ofan á ísnum og myrkrið gerði þetta allt svo slæmt.
Eins og oft þegar farið var yfir straumvatn í svona lest vildi öftustu hestarnar
hörfa undan, þannig að ekki fóru allir alveg á sama stað. Þegar vaðið er tæpt
gat það verið varasamt. Allt heppnaðist þó í þetta sinn og áfram mjökuðumst
við. Efst í huga okkar var að ná til Reykjavíkur í tæka tíð til að missa ekki
af skipinu, síðustu áætlun til Eyja fyrir jól. Hvergi var komið við á bæjum til
að fá sér hressingu, heldur vafrað áfram í klofháum stígvélum niðurbrotnum,
sjóblautir, kaldir og svangir. Fötin sem gegnblotnað höfðu í sjó og aðeins hálf-
þurrkuð á hlóðum báru í sér salt og stama, þau veittu ekki það skjól sem þau
hefðu gert þvegin og þurr. Það var komið langt fram á þriðjudaginn þegar við
komum út að Strandasíki þar sem leiðir skildu, en þangað var komin bíll sem
við settumst inn í. Magnús sem hafði fylgt okkur til þessa snéri nú til baka með
hestana, ferð okkar hélt áfram og hans heim, á móti stormi, snjó og sandbyl
sem skollinn var á. Hann mátti á köflum beita fullri hörku til að hestarnir snéru
ekki undan veðrinu. landnyrðingurinn, norðan snjóbylurinn harðnaði stöðugt,
og alltaf þyngdist færðin fyrir bílinn, og þóttumst við góðir að komast út að
Ölfusá í Hótel tryggvaskála og fá þar gistingu næstu nótt.