Goðasteinn - 01.09.2013, Page 69
67
Einar Bergsteinsson klæðskeri er einn þeirra manna sem settu sterkan svip
á samfélagið í Rangárþingi framan af 20. öld, fríður sýnum, vasklegur á velli,
vel viti borinn, fróður, snjall í máli og viðræðugóður. Blessuð sé minning hans.
Móðir mín og hann höfðu kynnst er hún var í kaupavinnu á Hrútafelli undir
Eyjafjöllum um 1912 og áttu skap vel saman.
Komum hans á heimili mitt var jafnan vel fagn-
að og þá löngum á léttum nótum talað um menn
og málefni. Hann var fyrsti gestur sem skrifaði
í nýja gestabók á nýju heimili okkar í Skógum
7. maí 1961, gaf sér ekki tíma til að staldra við,
en sagði snöggt, hlýtt og ákveðið: ,,Mér er nóg
að sjá að ykkur líður vel.“ Ég skrifaði um hann
minningargrein í tímarit mitt Goðastein, 1962 en
margt var ósagt frá góðum kynnum við mætan
mann. Einar dó hjá vinum sínum, Sæmundi Jóns-
syni og Áslaugu Magnúsdóttur í Sólheimahjáleigu
í Mýrdal þann 28. ágúst, 1962 og var snöggur að
kveðja heim. Hjartabilun dó hann til dauða, 81
árs. Eyrún Sæmundsdóttir sat hjá honum og hélt í hönd hans á dauðastundu. líf
virtist í þann veginn að slokkna, dauðaslikja í augun. Þá, allt í einu, reis Einar
upp til hálfs og fögrum ljóma brá fyrir í augum. Fagnandi rödd sagði: ,,Æ, nei,
þarna kemur hún mamma frá lindinni með vatnsföturnar.“ Fáum andartökum
síðar tók Einar andvörpin. Hann var jarðaður að viðstöddu miklu fjölmenni við
líf er eftir þetta líf
Þórður Tómasson
Einar Bergsteinsson