Goðasteinn - 01.09.2013, Page 75
73
Goðasteinn 2013
hér til Álagaflekk, Búkollusögu, Gullintanna, Heitt, feitt stykki af strák, Rautt
hnoða, Sagan af Hnoðra, Sagan af Hrossahnappi, Sagan af Kisu kóngsdóttur,
Sagan af Þorsteini glott, trútur og trembiltrútur.
Úr æskuminningum Ástríðar
Jeg þekkti margt fólk í æsku minni sem jeg þyrfti að minnast á nánar, ber
ýmislegt til þess, annaðhvort andlegt eða líkamlegt atgerfi eða hvorttveggja.
Ýmist mannkostir, gáfur eða sjerkenni sem gerir það að verkum að sumt þetta
fólk verður manni minnisstætt eða ógleymanlegt með öllu. Heill hópur af merku
fólki liggur óbættur hjá garði í okkar ástkæra Rangárþingi. Við erum fremur
sein til, og hummum fram af okkur að minnast að verðleikum okkar bestu
manna og látum fenna yfir sporin þeirra, þó meir af hljedrægni en kæruleysi.
Ef til vill er það mest fyrir þá sök að maður treystir sjer varla eða ekki til að
Hefðarmeyjar á hlaðinu á Hlíðarenda í Fljótshlíð um 1915. Ingunn Eggertsdóttir fyrsta frá
vinstri, Ástríður Kjartansdóttir önnur frá hægri. Þorlákur Sverrisson tók myndina. Birtist
áður í bók Þórðar Tómassonar, Íslensk reiðtygi um aldaraðir (bls.55).
Myndin er eign Skógasafns