Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 80
78
Goðasteinn 2013
dóttir úr Eyjum, steinblind, hún var hér tvær nætur og Gróa í Hallgeirsey. Hún
var hjer sex nætur og ferðaðist hjeðan til austurs og vesturs. Og þessar konur
vilja bæði hafa öll mín orð og anda á meðan þær eru hjá mjer. Jeg hef ekki
næði til að hugsa um þig, auk heldur að pára þjer og hefur mig þó opt langað
til þess núna í háan tíma en nú loksins tek jeg penna til að þakka þjer fyrir 2
elskurík brjef og líka fyrir alla þína umönnun og heilræði mjer til handa. Ekki
veldur sá sem varir.
Ekki hef jeg tekið ostinn á Núpi, þú hefur aldrei nefnt hann og konan ekki
heldur. Hún er góðviljuð og gerir það, hugsa jeg, ef þú óskar þess.
Þegar þú skrifar systur þinni þá bið jeg kærlega að heilsa henni. Bágt þykir
mjer að drengurinn hennar skuli vera veikur. Á Þórunúpi var drengurinn yf-
irkominn í kirtlaveiki og honum hefur mikið batnað af lýsi, en hún veit nú það
og hefur líklega reynt það. Ekki veit jeg hvurt nokkurn tíma verður af því að
jeg pári Sigru þó jeg ætlaði að gera það í vetur. Þegar mig dreymdi hana mest,
en það hefur þó doðnað upp, párið mitt er ekki meira en það að þú verður að
sitja fyrir því og áttu þó meira skilið af minni hendi. Þú sjerð það af því að þú
færð eitt brjef lítið fyrir þín tvö og þó langar mig að skrifa Sigru.
Nú er snöggt, einginn farinn að slá hjer í sveit. Margt er hjer ógert, ófluttur
mórinn heim. Anna mín atlar nú út að Hurðarbaki og pabbi hennar með henni
og með þeim sendi jeg þennan miða. Nú er liðin sú eptirþreyða stund. Steinunn
á Núpi er búin að fá hvíldina og grjet jeg af gleði þegar jeg heyrði þær frjettir
því eymdin var svo mikil og sjálf hafði hún kosið sjer ræðutexta og það fyrir
laungu: „Hvíld er þægust þjáðum,“ og finnst mjer það vera spádómur. Þó hún
vissi ekki af því sjálf. Seirni partinn í vetur þegar jeg kom til hennar gat hún
varla neitt talað við mig, bæði var hún svo máttlítil og svo gleymdi hún því
sem hún ætlaði að segja enn alltaf brosti hún þegar hún sá mig og líka þegar
jeg skilaði kveðju þinni. Eg mátti til að minnast á þetta við þig þó langt sje um
liðið. Hún var sannur vinur, Guði sje lof fyrir hennar frelsi.
Mjer sýnist þetta brjef vera sundurlausir þankar og bið jeg þig að taka vilj-
ann fyrir verkið. líði þjer betur enn best fær beðið þín elskandi vina,
Guðrún Arnbjörnsdóttir
Guðrún Pálsdóttir sem um getur í bréfinu var dóttir séra Páls Jónssonar
skálda í Vestmannaeyjum, umferðarkona um langan aldur og hagorð vel. Gróa
í Hallgeirsey var Eyvindsdóttir, d. 1899. Steinunn á Núpi var Guðmundsdóttir,
d. 26. maí 1888, 88 ára. Sigra, sem Guðrún nefnir svo, er Sigríður systir Málm-
fríðar, kona sr. Jakobs Benediktssonar. Góðar ostagerðarkonur voru í Fljótshlíð
á þessum tíma og bréfið er eitt vitni þess.