Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 85
83
Goðasteinn 2012
um í Fljótshlíð, skráð að því er virðist um 1890. Skrásetjari lætur sín að engu
getið og er þögull um heimildir. Rithönd tekur af öll tvímæli, höfundur hand-
rits er greinilega tómas Sigurðsson bóndi á Barkarstöðum (f. 1854,d. 1923) og
textinn ber blæ þess að skrifað sé úr munnlegri geymd. Handritið er 42 þétt-
skrifaðar blaðsíður. Efnið er þjóðsögur af ýmsum toga. Fyrirsagnir fara hér á
eftir: Sagan af Elísu keisaradóttur og Boga, Sagan af heiðna kónginum og syni
hans, Sagan af Friðrik Jóhann demitert, Sagan af Rikker hinum ráðuga, Sagan
af manninum er fór Fjallabaksveginn, Saga af Kölska og fátæka manninum,
Sagan af Plenías kóngi og Valtý karlssyni, Sagan af manninum sem skildi
fuglamál, Frásaga er skeði á miðri 17. öld. Án fyrirsagnar er huldufólkssaga um
mann sem leynist í bæjarhúsi er huldufólk heldur þar jólagleði.
Vart þarf að geta í lófa um það að sögur í Barkarstaðabók eru skrifaðar eftir
Steinunni Gísladóttur. Hún var í góðu vinfengi við Barkarstaðahjónin Sigurð
Ísleifsson og ingibjörgu Sæmundsdóttur. Móðir mín mundi vel orðræðu Stein-
unnar frá ysta-Skála:
„Einu sinni fór hann Magnús minn í skóg inn á Þórsmörk og ég beið hans á
Barkarstöðum. Þá fór ég kona ekki ein saman. um nóttina kenndi ég mín. Þá
sagði Sigurður minn, blessaður: „Ég held að full þörf sé á því að leita henni
Steinunni manna.“
Það stóð heldur ekki á því og ljósmóðirin kom í tíma.“
Faðir minn minntist þess er Steinunn og Jón Jónsson söðlasmiður (Jón söðli)
voru bæði gestkomandi í Varmahlíð, og þá var ekki þegjandi krókurinn, Stein-
unn þuldi sögur alla vökuna. Jón söðli fylgdist vel með og þar kom að hann
bað Steinunni að segja söguna af Finna karlssyni. Hún þótti naumast við hæfi
barna en samt var hún sögð. Henni fylgir ein vísa og vísan sú er skráð ein sér
í Barkarstaðabók:
Slökkvið þið ljós og slíðrið sverð
en sláið hann ekki að sinni,
því hann hefur með sér fiðil á ferð,
í fífilbrekku minni.
Sagan er um karlsson sem kemst með brögðum í rekkju meykóngs sem
ekkert hefur með karlmenn að gera. Hjá Steinunni var Finni látinn sneiða stert-
inn af reiðskjóta sínum og lýsa yfir skáldaðri eigin limlestingu: „Stattu þarna
stertlaus“ o.s.frv. Sagan er skráð hjá Pali í Árkvörn, einnig grófgerð en ólík
sögu Steinunnar, vísan ekki að öllu eins: