Goðasteinn - 01.09.2013, Page 90
88
Goðasteinn 2013
nýttur verður til að miðla niðurstöðum forkönnunarinnar, m.a. með greinaskrif-
um, og stendur sú vinna yfir.
Verkefnið unnu greinarhöfundar, ásamt Guðrúnu Öldu Gísladóttur, Orra Vé-
steinssyni og Oscari Aldred. Ítarleg skýrsla um verkefnið kom út árið 2012. Í
þeirri grein sem hér birtist er stiklað á stóru um markmið, aðferðir og niðurstöð-
ur verkefnisins auk mögulegra framtíðarrannsókna á svæðinu.
rangárvellir rannsakaðir
Rannsóknarsvæðið var afmarkað við gamla Rangárvallahrepp. Ástæðan var
fyrst og fremst sú að gríðarlegu magni upplýsinga um minjar og fornleifar hefur
verið safnað þar með fornleifaskráningu og byggir greinin að talsverðu leyti
á þeim gögnum. Þegar fornleifaskráningu lýkur í landsveit verður hægt að
vinna svipaða úttekt þar á fljótlegan og einfaldan hátt enda liggur nú fyrir að-
ferðafræði sem er bæði fljótleg og markviss.
Engar ítarlegar, heildstæðar rannsóknir hafa verið gerðar á eyðibyggðinni
í gamla Rangárvallahreppi fram að þessu. Margir helstu landkönnuðir og Ís-
landsfarar sem hingað komu á fyrri öldum lögðu leið sína að Heklu, því heims-
fræga eldfjalli, en fæstir þeirra virðast hafa haft mikinn áhuga á eyðibyggðinni
í kringum hana. Fjölmargir fornleifafræðingar/fornfræðingar hafa hins vegar
sýnt svæðinu áhuga í gegnum tíðina, þó helst á upphafsárum fornleifarann-
sókna hér á landi og því eru fæstar þeirra ítarlegar á nútíma mælikvarða.
upphaf skráningar og rannsókna á eyði-
býlum á Rangárvöllum má rekja til fornfræð-
ingsins Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi.
Hann birti skrá yfir eyðibýli í Landsveit,
Rangárvallasveit og Holtasveit í Árbók hins
íslenzka fornleifafélags árið 1898. Þar fjallar
hann um 53 eyðibýli á Rangárvöllum. Rúmri
hálfri öld síðar birti Vigfús Guðmunds-
son mikla ritgerð í árbók fornleifafélagsins
um eyðibýli á Rangárvöllum en hann skoð-
aði býlin á vettvangi á árunum 1936-1949.
Vigfús skiptir eyðibýlunum í tvo flokka; A)
Bæjarstæði sem hafa blásið upp, og B) Bæj-
arstæði sem ekki hafa blásið upp. Í fyrri
flokkinn falla 79 býli en 23 í þann seinni,
Perla frá víkingaöld sem fannst á
Stóra-Hofi RA-279.
Ljósm.: Elín Ósk Hreiðarsdóttir