Goðasteinn - 01.09.2013, Side 113
111
Goðasteinn 2013
um vísum á náungann og fyrripörtum vísna handa næsta manni til að fullgera
eða botna. líkan af tréskipi var á borði og var skorið í það nafnið SKÁldA.
Vísunum, sem gerðar voru á fundinum var rennt um borð í skipið og sagt að
það væri afli dagsins. Allir virtust hafa gaman af þessum tilþrifum. Mér fannst
þetta svo skemmtilegt, að ég hefi mætt á flesta fundi í þessu félagi síðan. Það
var kveðið í sífellu. Ekki leið á löngu þar til ég fór að kannast við sum lögin.
Ég hafði heyrt ömmu mína Svanborgu lýðsdóttur á Keldum fara með þau við
vinnu sína. Aldrei heyrði ég hana nefna kvæðalög eða stemmur. Ég er helst á
því að hún hafi verið kvæðakona án þess að vita af því. Ein stemma í hljóð-
ritasafni Kvæðamannafélagsins iðunnar er höfð eftir henni. Það er stemma
númer 19 í bókinni Sifurplötur iðunnar ,,tíminn ryður fram sér fast.“ Á þess-
um fyrsta iðunnarfundi mínum voru 20-30 manns, flestir gamlir og skrýtnir
að mér fannst. Samt var ég nýlega orðinn 50 ára og efalaust jafn skrýtinn eða
skrýtnari en sumir þeir sem fyrir voru. Fyrir utan Ólaf, sem hafði fengið mig
til að koma á fundinn, þekkti eg Orm Ólafsson formann félagsins. Ormur var
bróðursonur Sverris bónda á Kaldrananesi og þeirra Eiríks og Jóns, sem áttu
og ráku fyrirtækið Bræðurnir Ormsson. Halldóra kona mín var sonardóttir
Sverris. Ormur var heimilisvinur í Grafarholti. Þess vegna vissi hann, að ég
hafði verið að reyna að búa til vísur. Hann fór því fram á það á þessum fyrsta
fundi að ég skilaði vísu í Skáldu. Sjálfur sagði hann mér, að hann hefði fæðst
í Kaldrananesi árið 1918, árið sem Katla gaus. um það hafði hann ort þessa
vísu:
Víða hef ég vakið bros,
verið á sorgir gleyminn,
þótt kostað hafi Kötlugos
að koma mér í heiminn.
Ég gat ekki látið á sannast, að ég gæti ekki svarað fyrir mig og fór að glíma
við að gera vísu til að láta í Skáldu. Þessar vísur urðu til á fundinum eftir heil-
mikinn barning:
Ormur formaður iðunnar
ólmur heimtar stöku.
Eg skal víst reyna yrkingar
eftir þessa vöku.
Ekki er mér að yrkja tamt,
æfingarlaus til baga.
Hjá iðunni teygja menn óðfák jafnt
í öllum háttum Braga.