Goðasteinn - 01.09.2013, Page 114
112
Goðasteinn 2013
Með þessu var ég tekinn í félagið. Bráðlega kynntist ég iðunnarmönnum
vel. Úti í horni sat einn gamall og grannholda þulur og skrifaði. Þegar fundi
lauk, hóf hann upp raust sína og flutti margar vísur, sem hann hafði gert
jafnótt og fundurinn gekk fram. Þetta var Andrés Valberg Hallgrímsson. Hann
lét sér ekki nægja að gera vísur um allt sem fór markvert fram á fundinum,
heldur greip hann á lofti öll skeyti, sem að honum var beint. Og sendi þau til
baka. Mér fannst þetta með ólíkindum, hve maðurinn átti auðvelt með að yrkja
og vísurnar voru ekkert hnoð. Það var meira að segja neisti í þeim flestum.
iðunnarmenn voru býsna gamlir margir. Að minnsta kosti 2 þeirra voru á öðru
hundraðinu, þegar eg kom í félagið. Skömmu síðar gengu í iðunni 13 ára piltur
og barnabörn mín 8, 7 og 6 ára. Meðalaldur félagsmanna lækkaði nokkuð við
þetta. Á næsta fundi gengu svo í félagið 2 karlar. Aldursmunur þeirra var 90
ár. Annar var 11 ára, hinn 102ja ára. Báðir skiluðu ágætum vísum í Skáldu.
Þetta hugsa ég að sé heimsmet. Á fundum í kvæðamannafélaginu hefur löngum
haldist í hendur vísnagerð og flutningur vísnanna við kvæðalög eða stemmur.
Hvenær fóru menn að flytja vísur með kvæðalagi?
Óvíst er hvenær fyrst var farið að nota kvæðalög við flutning á vísum og
kvæðum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að hann braut skip sitt
við Norðymbraland nálægt Jórvík á Englandi um 950 og féll í hendur Eiríks
blóðaxar Haraldssonar hins hárfagra. Eiríkur hafði fengið þar ríki og orðið
landvarnarmaður Englandskonungs, eftir að hafa verið hrakinn frá konung-
dómi í Noregi af hálfbróður sínum Hákoni. Egill hafði áður drepið son Eiríks
og Gunnhildar drottningar hans og ýmsa vini þeirra. Hann átti því víst að
verða hálshöggvinn. En hann barg lífi sínu með því að yrkja á einni nóttu
lofkvæðið Höfuðlausn 20 vísur að ráði vinar síns í hirð Eiríks, Arinbjarnar
Þórissonar. Hann gekk fyrir Eirík kóng að morgni, KVAÐ hátt og fékk þegar
hljóð. Hér eru tvö fyrstu erindin: