Goðasteinn - 01.09.2013, Page 115
113
Goðasteinn 2013
Nr. i leggst þannig út:
1. Vestr fór ek of ver = Eg fór vestur um haf
en ek Viðris ber en flyt með mér
munstrandar mar, skáldskap,
svá er mitt of far; þannig er skip mitt.
dró ek eik á flot Ég dró skip mitt á flot
við ísa brot; þegar ísa leysti
hlóð ek mærðar hlut og ég hlóð lofi
míns knarrar skut. í skut knarrar míns.
Nr. ii leggst þannig út:
2. Buðumk hilmir löð = Konungur tók mér vel,
þar á ek hróðrar kvöð. hann á lof skilið.
ber ek Óðins mjöð Ég flyt skáldskapinn
á Engla bjöð; um England.
lofat vísa vann Ég mæri herkonunginn
víst mæri ek þann; og lofa þann jöfur. Nú
hljóðs biðjum hann óska ég hljóðs fyrir
því at hróður of fann. lofkvæðið, sem eg orti.
Freistandi er að ímynda sér að Egill hafi flutt eða ,,kveðið” kvæðið með lagi
til að auka áhrifamátt þess, þar sem líf hans lá við. ,,Hið besta er kvæðið fram
flutt” sagði Eiríkur blóðöx, þegar Egill hafði lokið flutningi kvæðisins. Egill
hélt höfðinu.
Á ýmsum tímum átti rímnakveðskapurinn og kvæðamennskan erfiða glímu
við kirkjunnar menn upplýsingafrömuði og aðra andans menn. Guðbrandur
Þorláksson biskup deildi á ónytsamlega kveðlinga og annan vondan og ljót-
an kveðskap, sem væri Guði og hans englum til styggðar, en djöflinum og
hans árum til gleðskapar og þjónustu. Jónas Hallgrímsson hafði ýmislegt út á
rímnakveðskapinn að setja. Sjálfsagt hefur þetta orðið til að stugga mönnum
frá kveðskaparlistinni.
Að kveða eða flytja vísur og rímur með lagi fyrir áheyrendur í stað þess að
lesa þær er áheyrilegra og eftirminnilegra hjá góðum kvæðamönnum. Rímna-
kveðskapur var stundaður daglega á mörgum bæjum og var einhver vinsælasta
dægradvöl þjóðarinnar í margar aldir, alveg fram undir aldamót 1900. Hann
leið næstum því undir lok, þegar komið var fram á 20. öldina. Annars konar
tónlist hafði þá rutt sér til rúms í lífi Íslendinga. Reynt var á ýmsan hátt að
vinna gegn þessari öfugþróun. Kvæðamannafélagið iðunn í Reykjavík lagði