Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 116
114
Goðasteinn 2013
frá upphafi rækt við kveðskaparhefð. Nokkur tuttugustu aldar skáld, til dæmis
Einar Benediktsson, viðhéldu rímnakveðskap og tónskáld eins og Jón leifs,
unnu með gamlar stemmur. Það var ekki fyrr en undir aldamótin 2000, að
kvæðalög og flutningur þeirra fór að öðlast vinsældir á ný. Þá var tíðarand-
inn að breytast og áhugi að vakna fyrir þessari grein tónlistararfsins, sem við
höfðum flest verið svikin um. Formaður iðunnar, Steindór Andersen, fór að
flytja kvæðalög í samstarfi við ungt fólk. Þar var rímnalögum blandað saman
við nútíma rokktónlist, rapp og fleira, án þess þó að breyta þeim. Má þar
nefna hljómsveitina Sigur-Rós, Erp Eyvindarson rappara og Hilmar Örn Hilm-
arsson tónskáld. Hilmar og Steindór hafa síðan farið víða um Evrópu og flutt
rímnastemmur í útsetningum Hilmars fyrir strengjasveit. Þetta hefur sjálfsagt
orðið til þess að vekja nýjan áhuga á kvæðalögunum og rímnakveðskapnum.
stemmur, kvæðalög, rímnalög,
Stemma (eða kvæðalag) er stutt lag eða lagstúfur, sem notað er til að flytja
vísur ortar við íslenska bragarhætti. Orðið ,,kvæðalag” er dregið af sögninni
að kveða og er notað til að að greina það frá orðinu ,,sönglag” sem er dregið
af sögninni að syngja. Kvæðamenn hafa löngum gert glöggan greinarmun á
því að ,,kveða og að ,,syngja”. Þeir segjast kveða en ekki syngja kvæðalögin
eða stemmurnar. Orðið rímnaháttur er dregið af orðinu ríma, en ríma er sögu-
ljóð, röð af vísum eða vísnaflokkur, þar sem leitast er við að segja sögu. Sag-
an getur verið löng, margar rímur eða margir vísnabálkar í einni rímu, ortir
undir mismunandi kveðskaparháttum. Vani er að hafa mansöng á undan hverri
rímu, þar sem konur eru ávarpaðar og mærðar. Rímur hafa alltaf verið kveðnar
og kvæðalögin eru mörg. Gjarna er skipt um kvæðalag eða stemmu við nýja
rímu, við kaflaskipti og eftir efni sem í rímunni er. lokatónn hverrar vísu var
jafnan teygður og stundum einnig lokatónn í annarri hendingu. Það er kallað
að draga seiminn. Í sumum gömlum rímum eru erindi, sem benda til þess að
dansað hafi verið eftir þeim. Í þeim er léttur danstaktur. Oftast voru þó rím-
urnar fluttar á kvöldvökum að vetri til, þegar fólk sat við vinnu sína, áður en
útvarp og sjónvarp eða kvikmyndir til notkunar á heimilum komu til sögunnar.
Númarímur eftir Sigurð Breiðfjörð eru dæmi um vinsælar rímur. Þær skiptast
í 20 kafla og sagt var að flutningur þeirra í heild tæki allt að einni viku, ef
kvöldvakan hófst klukkan 6 og lauk klukkan 10. Svo spennandi var efnið hjá
Sigurði og vísurnar snjallar, að áheyrendur óskuðu þess oft, að mansöngvum
væri sleppt en frásögninni haldið áfram.