Goðasteinn - 01.09.2013, Page 121
119
Goðasteinn 2013
Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
illu pretta táli.
Vísan er svo vel gerð að við umsnúninginn breytist hún úr lofi í last:
táli pretta illu ann,
aldrei sóma stundar.
Máli réttu hallar hann,
hvergi dóma grundar.
Ákveðnar reglur gilda um vísnagerð. Þeir, sem ekki ná því að gera vísur á
réttan hátt eða sinna því ekki, eru sagðir hafa fengið lítinn skammmt af skálda-
miði. Þeir eru lítils metnir sem hagyrðingar og kallaðir leirskáld og bögubósar.
Hér eru nöfn á 20 bragarháttum:
Ferskeytt, draghent, Stefjahrun, Skammhent, Úrkast, dverghent, Gagara-
ljóð, langhent, nýhent, Nýlanghent (Breiðhent), Stafhent, Samhent, Stiklu-
vik, Valstýft, Braghent, Valhent, Stuðlafall, Vikhent, Afhent, Stúfhent.
Á seinni árum hefur enn einn bragarháttur orðið alþekktur og vinsæll. Það
er limruháttur, sem talinn er upprunninn á Bretlandseyjum, þar sem limran
varð vinsæl á 18. öld. Fyrsta limrukverið var prentað þar 1821. Sumir halda að
limran dragi nafn af bæ með þetta nafn ,,limerick” vestur á Írlandi, en það
er ekki talið rétt. limran er þekkt í ýmsum löndum, hefur 5 línur og byggir á
öðrum lögmálum en rímnalagahættirnir. Reglur um ljóðstafi og rím limrunnar
eru hér á landi í samræmi við íslenska hefð, sem ekki þekkist í limrukveðskap
annarra landa. Fimmta línan felur jafnan í sér óvænta fyndni eða fáránleika og
það gefur limrunum líf. Þó limrurnar séu yfirleitt ekki kveðnar eru til sönglög
og jafnvel kvæðalög, sem hægt er að nota við flutning þeirra. Það vill svo til að
ein fyrsta limra, sem ort hefur verið er íslensk og gerð af Grímúlfi Bessasyni
frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, presti, sem uppi var snemma á átjándu öld og
var prestur á Hjaltastað og Eiðum á Héraði. Kveðskapur hans var nokkuð gróf-
ur, eins konar grallaraháttur, svo að biskup ávítaði hann og sagði, að honum
væri nær að finna sér yrkisefni í heilagri ritningu. Grímúlfur tók því vel og
kvað: