Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 122
120
Goðasteinn 2013
undarlegur var andskotinn,
er hann fór í svínstötrin;
ofan fyrir bakkann
öllu saman stakk hann,
helvítis hundurinn.
,,Gastu ekki fundið neitt fegurra en þetta?”. Sagði biskup. ,,Ójú”, sagði Grí-
múlfur og kvað:
Þegar sá ríki rumskaðist
í reyknum þarna niðri,
drafaði tunga dauðaþyrst
í djöflastofunni miðri.”
Þá gafst biskup upp á því að bæta kveðskap Grímúlfs.
Landssamtök kvæðamannafélaga
Kvæðamannafélagið iðunn var stofnað í Reykjavík 15. sept 1929 af brott-
fluttum sveitamönnum. Þeir söknuðu rímnakveðskaparins, sem þeir höfðu al-
ist upp við. Annað kvæðamannafélag, stofnað 1930, starfaði samhliða iðunni
um langa hríð. Það var Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar, sem nú hefur lagt
niður starfsemi sína í bili. Það átti frábæra kvæðamenn tók mikið af kveðskap
upp á segulbönd. Á tímabili um 1980 gáfu þessi kvæðamannafélög út hljóm-
plötur með rímnakveðskap. iðunn gaf út plötu með 100 stemmum og Kvæða-
mannafélag Hafnarfjarðar aðra. Margrét dóttir Hjálmars lárussonar, sem fyrr
er nefndur, gaf út plötu, sem hún kvað inn á sjálf. Ýmis kvæðamannafélög
hafa verið stofnuð síðustu árin, sem ekki hafa lifað. Í marsbyrjun voru stofn-
uð samtök kvæðamanna á Siglufirði. Þau fengu nafnið Stemma. drifkraft-
ur í þeirri stofnun var Guðrún ingimundardóttir ,,Rúna” tónlistarfræðingur
á Siglufirði. Í Stemmu eru 6 kvæðamannafélög: Ríma á Siglufirði, Gefjun á
Akureyri, Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur, Félag ljóðaunnenda á Austur-
landi, Kvæðamannnafélagið iðunn í Reykjavík og Árgali á Selfossi . Nú ætla
ég hér í lokin að segja örlítið frá Árgala, yngsta félaginu í hópnum.