Goðasteinn - 01.09.2013, Page 125
123
Goðasteinn 2013
rangæskur kvæðamaður
Í ,,Silfurplötum iðunnar" bókinni góðu með hljóðrituðum stemmum, sem
gefin var út árið 2004 af Kvæðamannafélaginu iðunni, er aðeins ein stemma
kennd við rangæskan kvæðamann. Hún er nr. 19 í bókinni og er höfð eftir
ömmu minni, Svanborgu lýðsdóttur á Keldum eins og áður var nefnt. Við
athugun á upptökum af kvæðalögum, sem finnast á netinu kemur í ljós, að
býsna margir Rangæingar hafa fengist til að kveða stemmur. Á heimasíðunni
„Ísmús“ þar sem finna má upplýsingar um íslenskan músik- og menningararf
(www.ismus.is), eru 20-30 hljóðritanir með kveðskap og viðtölum við Rang-
æinga um kvæðamennsku. Þessu geta menn leitað að og hlustað á í tölvu sinni.
Þar er trúlega eitthvað af stemmum, sem ekki eru annars staðar varðveittar og
gætu kannski kallast rangæskar stemmur. Fróðlegt væri að fá fregnir af því,
ef einhverjir lesendur þekkja fleiri rangæskar stemmur sem ekki hafa verið
skráðar.
Eina kvæðakonu eigum við Rangæingar. Það er listakonan María Jónsdóttir
fædd í Hlíð á Vatnsnesi, sem bjó lengst á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hún hefur um
Hér er ljósmynd af Maríu Jónsdóttur Lárussonar kvæðamanns, en hún bjó lengst
af á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hér kveður María með greinarhöfundi Sigurði Sigurð-
arsyni og nokkrum afkomendum sínum, við opnun yfirlitssýningar á verkum hennar
á Hvolsvelli árið 2011. Nú er María 95 ára gömul og hefur því kveðið í 90 ár þar sem
hún var byrjuð að koma fram með föður sínum á samkomum þegar hún var aðeins
fimm eða sex ára að aldri.