Goðasteinn - 01.09.2013, Page 128

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 128
126 Goðasteinn 2013 það stafa af því að ég hafði sjálfur tekið þátt í endurreisn og stækkun þessara húsa 1954 og aftur, þá í eigin búskap 1981. Eða var þetta fyrirboði einhvers annars? Má vera. Ég sló þessu frá mér, hóf verkið á hlöðuþakinu og sóttist vel enda þakið nær hálfrar aldar gamalt. Svo var það á öðrum degi þegar ég var að klifra í hlöðuþakinu og sá hvað það var orðið mikið brak að mér kom í hug að það væri alls ekki áhættulaust að fást við þetta og væri því réttast að taka tímabundna slysatryggingu, sem gæfi manni rétt á einhverjum bótum þegar maður væri búinn að slasa sig. Betra væri að eiga kost á tryggingu sem kæmi í veg fyrir slys. Já auðvitað ekki málið, bara heita á Hagakirkju. Sem ég er staddur uppi á hlöðuþakinu sendi ég svohljóðandi hugskeyti til Hagakirkju. ,,Ef ég slepp óslasaður frá þessu verki heiti ég því að gefa kirkjunni ákveðna peningaupphæð.” Semsagt, tryggingin frágengin á svipstundu og ég réð öllum skilmálum. Ákaflega þægilegt fjarskiftaform eða hugskeytaflutningur. Það er ekki að orðlengja það að báðir aðilar stóðu við sitt. Ég fékk ekki svo mikið sem skrámu á fingur við allt verkið og kirkjan fékk sínar krónur að verki loknu. Að sex dögum liðnum er hlöðuþakið fallið. Þá gerist það nóttina þar á eftir að mig dreymir að ég sé staddur við fjárhúsin og upp úr gólfinu í einni krónni komi einhver óvinveittur kraftur. Ég verð ekki annars var þessa nótt en mundi drauminn vel um morguninn og fór að velta fyrir mér hvað þetta gæti verið. Komst helst að þeirri niðurstöðu að ef reimleikar væru til, væru þeir svona, því mér var verulega brugðið og leið hálf illa. treysti mér ekki að koma að þessu verki að óbreyttu ástandi. Ég sagði Margréti konu minni drauminn við morgunverðarborðið. Hún er nú ekki sérlega trúuð á svona lagað en rengdi samt ekki frásögn mína enda ekki vön ósannsögli af mér. Auk þess leyndi sér ekki að mér leið illa. Hún segir strax. ,,Ég hef samband við Elínu (hún er kona Kristins sonar okkar) og bið hana að hringja í föður sinn Guðjón Hafstein Guðbjörnsson.” En hann starfar talsvert sem miðill og fæst aðallega við svona fyrirbrigði, sem hann kallar ,,að ná sáttum milli heima”. Hún hringir óðara, greinir honum frá málavöxtum og biður hann liðsinnis í þessu máli. „Já alveg sjálfsagt“ segir hann. „Ég sendi mína menn.“ Að þrem tímum liðnum hringir hann í Elínu er þá búinn að fá vitneskju um þetta fyrirbræri frá sínum sendiboðum. Segist hann sjá þarna mann í skinnklæðum girtan snæri að handfjatla reipi í heystæðu og fékk hann (miðillinn) gríðarmikinn verk í vinstri úlnlið, slíkt hefur aldrei hent hann áður. En hann álítur að það stafi af því að þessi náungi hafi framið sjálfsmorð með því að skera sig á púls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.