Goðasteinn - 01.09.2013, Page 143
141
Goðasteinn 2013
Fjölmargar lóðaumsóknir bárust sveitarstjórn á árinu, sótt var um lóðir
fyrir íbúða-, iðnaðar- og hesthúsabyggingar ásamt hugsanlegum byggingum í
miðbæ.
Áfram var unnið að fyrirhugaðri kirkjubyggingu á Hvolsvelli en það er
sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju sem sér um byggingamálin sem og önnur mál
er varða kirkjuna.
Vatnaskil er samvinnuverkefni sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar og land-
græðslunnar en þar var gert líkan af straumum og flóðum í Markarfljóti m.t.t.
eldgosa og annarra samverkandi þátta. Þetta var m.a. gert til þess að átta sig á
vörnum við vatnsleiðsluna til Vestmannaeyja og um landeyjar.
Sveitarstjórnin hefur unnið að norrænni samvinnu um vinabæi. Á síðasta
kjörtímabili var lagður grunnur að samstarfinu og núverandi sveitarstjórn hefur
samþykkt að taka formlega þátt í þessu samstarfi. Í október fóru Ísólfur Gylfi
Pálmason, sveitarstjóri, Haukur G. Kristjánsson og Guðmundur Ólafsson fund
í Varde í danmörku með öðrum sveitarfélögum er taka þátt í verkefninu en það
eru levanger í Noregi, Karmfoss í Svíþjóð og Salon í Finnlandi. Nú um stundir
stendur íslenska krónan höllum fæti og þess vegna er mjög dýrt að taka þátt í
norrænu samstarfi en við getum margt lært og miðlað í samstarfi sem þessu.
Norskir sveitarstjórnarmenn hafa í þrígang heimsótt okkur og hafa sveitarstjóri
og yfirlögregluþjónn Sveinn Kr. Rúnarsson kynnt fyrir þeim sveitarfélagið og
viðbrögð við eldgosinu í Eyjafjallajökli. Einnig komu fulltrúar levanger hrepps
í Noregi í heimsókn og kynntu sér starfsemi sveitarfélagsins.
Ný lyfta var sett í stjórnsýsluhúsið við Hlíðarveg 16 en mikilvægt er að
aðgengi sé fyrir alla að helstu stofnunum innan sveitarfélagsins.
Íbúar
Sorphirða hefur verið í höndum Gámakó ehf. og gengið hefur nokkuð vel
að nota tveggja tunnu kerfið, en æ fleiri sveitarfélög landsins hafa farið út í að
flokka sorp.
unnið hefur verið að því að setja á laggirnar þróunarverkefni er kallast Eitt
samfélag í orði og á borði en þar er verið að vísa í rannsóknarverkefni sem
Birna Sigurðardóttir, kennari við Hvolsskóla, gerði um stöðu fólks af erlendu
bergi brotnu. Í niðurstöðum rannsóknar Birnu kom í ljós að þessi hópur er frek-
ar einangraður í samfélaginu og mikil þörf á að bæta stöðu innflytjenda og gera
þeim betur kleift að taka þátt í því samfélagi sem þau búa í. Samstarfsaðilar í
þessu verkefni eru Þróunarsjóður innflytjendamála, Sláturfélag Suðurlands og
Fræðslunet Suðurlands.