Goðasteinn - 01.09.2013, Page 151
149
Goðasteinn 2013
ið. Þetta voru þær Bergrún Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katr-
ín Rúnarsdóttir. Bergrún hefur einnig verið að keppa í borðtennis fyrir hönd
íþróttafélagsins dímonar og er þar í landsliðshópnum sem keppt hefur erlendis
á nokkrum mótum. Hún var kjörin borðtenniskona HSK 2012. Guðrún Hulda
Sigurjónsdóttir frá Mið-Mörk keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumóti fatlaðra
í Stadskanaal í Hollandi í júní. Þar stóð hún sig gríðarlega vel og setti Íslands-
met í kúluvarpi í sínum flokk og náði 10. sæti. Hulda var kjörin íþróttamaður
fatlaðra hjá HSK 2012.
Hjá íþróttafélaginu dímoni er hægt að stunda fjölbreytt íþróttastarf, t.a.m.
sund, fimleika, blak og borðtennis. Skotfélagið Skytturnar gekk formlega í
HSK og í Skotíþróttasamband Íslands árið 2012. Björgunarsveitin dagrenning
starfrækir unglingadeild og nýtist sú deild vel til að þjálfa björgunarsveitamenn
framtíðarinnar.
Forvarnarhópur Rangárþings eystra setti af stað auglýsingaröð seinni hluta
ársins þar sem lögð var áhersla á ýmis málefni sem hópnum þótti þörf að minna
á. Forvarnarhópurinn samanstendur af fulltrúum félagsþjónustunnar, lögreglu,
grunnskóla, heilsugæslustöðvarinnar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Katla jarðvangur
Jarðvangurinn Katla var formlega stofnaður árið 2010 og áfram hefur verið
unnið af miklum krafti að því að byggja upp jarðvanginn til að efla framleiðslu
afurða og ferðaþjónustu á svæðinu. Það er mjög mikilvægt að sveitarfélagið
og aðilar innan þess vinni markvisst að því að nýta sér það sem jarðvangurinn
hefur upp á að bjóða til að styrkja menningar- og atvinnulífið. Í byrjun mars var
haldinn fundur um vörumerkið „Katla Geopark“ þar sem starfsemi jarðvangs-
ins var kynnt ásamt hugmyndum um afurðir og vörumerki. 23. - 29. apríl var
Jarðvangsvika haldin í annað sinn. Ýmsir viðburðir voru í boði á öllu svæðinu
s.s. gönguferðir, sýningar, málþing, fyrirlestrar og opinn landbúnaður. Í des-
ember voru haldnir fundir í öllum sveitarfélögunum til að kynna stöðu verkefn-
isins og fara yfir áframhaldið. Vilborg Arna Gissurardóttir, rekstrarstjóri Kötlu
jarðvangs, hélt á braut um mitt árið til að undirbúa sig fyrir pólferð sína og við
rekstrarstjórninni tók Steingerður Hreinsdóttir.
Hér var stiklað á stóru í blómlegri starfsemi sveitarfélagsins. Sveitarstjóri og
sveitarstjórn þakka íbúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf
árið 2012.