Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 155
153
Goðasteinn 2013
Íþróttir og útivist
á Laugalandi.
Ljósmynd: Guðni Sighvatsson
breyttar að venju – heimilisfræði, íþróttir og útivist, smíði, myndlist, hönnun,
leiklist, tónlist, fjölmiðlun og hestamennska. Áhersla er á að nemendur kynnist
sínu nánasta umhverfi. Má þar nefna ferðir um okkar landsfjórðung sem nem-
endur á öllu skólastigum kynnast. Merkir staðir í okkar sveitarfélagi eru einnig
heimsóttir. Í umhverfis og útivist er nánasta umhverfi okkar ætíð í brennidepli
og ber þar hæst Melaskógur og útikennslustofan okkar, þar sem gerðar eru
t.a.m. tilraunir með ræktun ávaxtatrjáa.
Laugalandsskóli
Skólaárið 2012-2013 var ánægjulegt í alla staði.
Nemendur voru 72 í tíu bekkjardeildum þar sem
samkennsla var í fimm bekkjardeildum. 46 nem-
endanna komu úr Rangárþingi ytra en 26 þeirra
frá Ásahreppi. unnið var að innleiðingu nýrrar
aðalnámskrár við skólann síðasta vetur. Í skapandi
greinum sem er áhersluþáttur í aðalnámskrá er leit-
ast við að nemendur öðlist sem dýpstan skilning á
þeim viðfangsefnum sem þeir fást við. Mikil áhersla
er lögð á verklega færni og frumkvöðlanám þar sem
hvatt er til frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum og hagnýtingu í skóla-
starfi og daglegu lífi. Kolbrún Sigþórsdóttir gegndi starfi skólastjóra í leyfi
Sigurjóns Bjarnasonar sem aftur kom til starfa fyrir skólaárið 2013-2014.
Leikskólinn á Laugalandi
leikskólastarf á laugalandi er í miklum blóma. Börnum í skólanum hefur
fjölgað töluvert á síðustu árum og er það ánægjuleg þróun. Mikið er unnið
með gagnrýna og skapandi hugsun, jafnrétti, lýðræði, siðferði og að nemend-
ur séu fullgildir þátttakendur í samfélagi skólans. Þróunarverkefni er í gangi:
„ARt, tækni og námsmat í leikskóla“. ARt er sérstakt námsefni sem er góður
grunnur fyrir þá færni leikskólanemenda sem ný aðalnámskrá leggur áherslu
á. ARt stendur fyrir „Aggression Replacement training“ og er fastmótað,
uppeldislegt kerfi sem hefur það markmiði að fyrirbyggja ofbeldi og kenna
aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda, en það er
mikilvægur grunnur fyrir öll samskipti, líðan og nám.
Í ARt er unnið með þrjá þætti, félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisvitund
og hafa rannsóknir sýnt fram á að með því að vinna samhliða með þessa þætti
næst góður og varanlegur árangur jákvæðrar hegðunar. Það kostar tíma og pen-