Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 161
159
Goðasteinn 2013
Á Núpi fæddust þeim hjónum börnin sjö hvert af öðru, en þau eru þessi í
aldursröð: Guðrún fædd 1945 gift Kristjáni Aðalsteinssyni. Þau eiga þrjú börn
og fimm barnabörn. Guðjón Örn fæddur 1947 kvæntur Ágústu Sumarliðadótt-
ur, eiga þau þrjár dætur og fimm barnabörn. Hólmfríður fædd 1950 gift Ólafi
Marteini Óskarssyni, eiga þau þrjár dætur og sjö barnabörn. Guðmundur Páll f.
1954, lést í des. árið 2000, var kvæntur Hrund logadóttur og eignuðust þau þrjú
börn. Barnabörnin eru þrjú. Guðbjörg f. 1957 gift Ólafi Ragnarssyni, eiga þau
þrjú börn. Karítas f. 1962 gift Símoni Sigurði Sigurpálssyni og eiga þau þrjú
börn, auk þess á Símon eldri dóttur sem á tvö börn. yngst er svo dóra f. 1963,
gift Jóni Kristjánssyni og eiga þau eina dóttur.
Anna var hamhleypa til allra þeirra verka sem til féllu og lét hvorki laust
né fast fyrr en að verki loknu og þá tóku vanalega önnur við, ekki síður brýn
og þoldu enga bið, að hennar mati. Það voru bókstaflega engin þau verk til á
bænum sem hún gekk ekki í af fullum þunga og einurð, sama hvort það var að
fæða og klæða heimilisfólkið, fagna gestum og gera þeim vel til, hirða garðinn,
sinna skepnum og ganga til mjalta svo fátt eitt sé nefnt.
Víst má telja að það hafi ekki verið vanþörf á jafn forsjálli og agaðri mann-
eskju og Önnu á svo stórt og umsvifamikið heimili sem Núpsheimilið var, því
tíðum voru þar til viðbótar við allt heimilsfólkið börn í sveit, sem dvöldu þar til
lengri eða skemmri tíma. Allt á þetta fólk ljúfar og sælar minningar frá dvölinni
á Núpi, þakklátt fyrir allt það sem það naut þar og þáði, enda voru þau Anna og
Pétur óþreytandi að segja börnunum til og leiðbeina þeim. Hún hafði alveg sér-
stakt lag á að laða fram hjá ungviðinu metnað, ábyrgðarkennd og vandvirkni og
ekki síst að láta það finna fyrir þakklæti og viðurkenningu, án þess að yfirkeyra
með mærð.
En það voru ekki bara börnin sem voru skjólstæðingar Önnu, því ræktarsemi
hennar við nágranna sína og samfélag allt var við brugðið. Bræðurnir á upp-
sölum voru þar e.t.v. í fyrirrúmi, en mikill vinskapur og samskipti ríkti ætíð á
milli þessara bæja.
Anna og Pétur bjuggu á Núpi til ársins 1989, síðustu árin í samvinnu við
Guðmund heitinn Pál son sinn og Hrund konu hans. Þegar þau komu til bús-
ins ákvað Anna að hún hefði ekki nóg fyrir stafni heima og réði sig í vinnu á
saumastofunni Sunnu á Hvolsvelli. Þegar til Reykjavíkur var komið fluttu þau
að Hverfisgötu 35 þar sem Fríður, mágkona hennar, rak Hattabúðina Höddu.
Þar vann Anna þar til versluninni var lokað í ágúst 1999 ásamt því að vinna við
ræstingar á droplaugarstöðum til sjötugs.
Á Hverfisgötu leigði hjá Fríði öðlingurinn Jón Björn Friðriksson málara-
meistari frá Ísafirði, einstakur maður sem naut nærveru og samvista við gömlu
konurnar. Hann var ætíð boðinn og búinn til allrar aðstoðar, fara með þær í út-