Goðasteinn - 01.09.2013, Qupperneq 162
160
Goðasteinn 2013
réttingar eða í lengri og skemmri ferðir, rétt eftir því sem þær óskuðu eða hann
lagði til.
Anna hafði sérdeilis gaman af að ferðast, jafnt innan lands sem utan. Fyrir
kom að þær systur, hún og Ásta sem nutu þess að ferðast saman, settust upp
í gamla bílinn rétt til að skjótast austur í Hlíð eða svo en enduðu kannski á
Hornafirði eða þaðan af fjær. Á ferðunum hafa þær án efa haft um nóg að skrafa
og skeggræða fyrir utan að fylgjast með því sem fyrir augu bar á fagra Íslandi.
Anna hafði jafnan ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum þótt hún léti
þær ekki alltaf í ljós, en hún lét sér í léttu rúmi liggja þótt menn féllust ekki á
hennar málstað.
Þann 9. júní s.l. fagnaði Anna 90 ára afmæli sínu með fjölskyldu sinni og
vinum austur í Fljótshlíð, glöð og hress að vanda, en mun þó hafa látið þess get-
ið að þetta væri síðasta afmælið. Skömmu síðar tók að draga af henni og veik-
indin jukust jafnt og þétt þar til slokknaði á lífsljósinu þ. 23. júlí 2012. Útför
hennar var gerð frá Breiðabólstaðarkirkju 1. ágúst 2012 en duftker var jarðsett
í Breiðabólstaðarkirkjugarði 27. ágúst 2012.
Sr. Önundur Björnsson
Auður Einarsdóttir
Auður Einarsdóttir fæddist á Nýjabæ undir Eyja-
fjöllum 18. mars 1928. Foreldrar hennar voru hjónin
Einar Einarsson bóndi frá Nýjabæ fæddur 1897 dáinn
1970 og Katrín Vigfúsdóttir ljósmóðir frá Brúnum
fædd 1891 dáin 1967. Auður ólst upp við hefðbundin
sveitastörf á fæðingarbæ sínum. Systkini hennar eru
í aldursröð: Valgerður, Kristín, ingveldur, Einar, þau
eru öll látin, eftirlifandi eru leifur og Pálheiður. Gott
samband var á milli systkina og samgangur. Auður
fór ung í vist til Reykjavíkur til Ormsonhjónanna og
gætti þar barna þeirra. Síðar var hún vinnukona hjá ingólfi Jónssyni á Hellu.
Rúmlega tvítug kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum lárusi Jónassyni,
hann er fæddur 5. desember 1933. Foreldrar hans voru Ágústa Þorkelsdóttir og
Jónas Kristjánsson. Þau lárus og Auður gengu í hjónaband 22. apríl 1957. Börn
þeirra eru: Gunnar Jónas fæddur 1953, hann lést 1972, dröfn fædd 1954 eig-
inmaður hennar er Ásmundur Einarsson, drífa fædd 1954, gift Elliða G. Norð-
dahl, Örn fæddur 1956, sambýliskona hans er Karen Jansen, Fjóla fædd 1957,
sambýlismaður hennar er Sævar logi Harðarson, Hrönn fædd 1958, sambýlis-