Goðasteinn - 01.09.2013, Side 165
163
Goðasteinn 2013
endum Golfklúbbs Hellu, söng í Karlakór Rangæinga árið 1953, var félagi í
Fornbílaklúbbi Íslands og fór í margar ferðir á vegum klúbbsins.
Hann var náttúrubarn og árrisull með afbrigðum og átti margar stundir við
að fylgjast með sólarupprásinni. Hamfarir náttúrunnar sem birtust í flóðum og
eldgosum, gangur himintungla og margbreytileiki náttúrunnar tóku hug hans
fanginn.
Í full sextíu ár fylgist Bjarnhéðinn með og var hluti af mannlífinu á Hellu,
þegar þorpið óx, dafnaði og tók breytingum í tímans rás. Héðinn var þar þátt-
takandi á sinn hógværa og hægláta máta, fór vissulega ekki troðnar slóðir og sá
verðmæti í ýmsu sem við hin áttum erfitt með að koma auga á. Einkum fangaði
járnið og málmarnir hug hans. dálítið sérstakur hópur bifreiða af ýmsu tagi
var við hús hans og seint og snemma sýslaði hann við ökutæki sín, ferðaðist
um nágrennið og víðar. Hann var duglegur að sækja mannamót hér og þar um
sveitir, hitti fólk og varð á nokkuð sérstæðan hátt hluti af samfélaginu.
Hann veiktist í desember 2011 og var í janúar 2012 lagður inn á sjúkrahúsið í
Fossvogi en í febrúar fór hann inn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið lund á Hellu
þar sem hann lést 2. mars 2012.
Útför frá Oddakirkju 10. mars 2013.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Dröfn Lárusdóttir
dröfn lárusdóttir fæddist 5. ágúst 1954 á Nýja-bæ
undir Vestur Eyjafjöllum þar sem móðuramma hennar
Katrín Vigfúsdóttir tók á móti þeim tvíburasystrum.
Foreldrar hennar voru hjónin lárus Jónasson fæddur
5. desember 1933 og Auður Einarsdóttir fædd 18. mars
1928, þau létust bæði árið 2012. Fjölskyldan bjó fyrst
um sinn í Nýjabæ en fluttist síðar á Hellu. Þau bjuggu
um tíð í bragga þar til þau fluttu í laufskála 1 sem
foreldar hennar byggðu. Systkini hennar eru: Gunnar
Jónas f. 1953, d. 1972, drífa, tvíburasystir drafnar f.
1954, Örn f. 1956, Fjóla f. 1957, Hrönn f. 1958, Ari f. 1959 og lárus Sighvatur
f. 1961. Í laufskálunum gat oft verið líflegt enda systkinahópurinn stór og
fjörugur og sömuleiðis við þröngan húskost að búa þegar hluti af heimilinu
var leigður út eins og víða þurfti að gera í þorpinu. dröfn gekk í barnaskóla á
Hellu. Að barnaskóla loknum fór dröfn á vertíð í Þorlákshöfn og síðar var hún
um tíma í Reykjavík við barnagæslu, fór aftur á vertíð en þá í Grindavík. Þaðan