Goðasteinn - 01.09.2013, Page 167

Goðasteinn - 01.09.2013, Page 167
165 Goðasteinn 2013 Eiður Magnússon Eiður Magnússon fæddist í Árnagerði, Fljóts- hlíðarhreppi, 1. maí 1929. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Steinssonar, bónda í Árnagerði, og Jónínu Sigríðar Jensdóttur, húsfreyju. Eiður var fjórða barn þeirra hjóna. Eldri systkin hans voru Sigrún, Hulda Sólveig og Steinar, en yngri voru systurnar Guðrún og Jenný. Alls voru því systkinin sex og er Guðrún ein eftir lifandi. Eiður ólst upp í Árnagerði. Heimilið var fátækt og margir munnar að fæða og þurftu börnin því fljótlega að ganga til starfa á heimilinu til að létta undir með foreldrum sínum. En samt gafst tími til leika og samgangur var mik- ill milli bæja í þá tíð. Systkinin í Árnagerði og systkinin á Breiðabólstað voru jafnaldra og lágu mörg spor barnanna milli bæjanna og þótt efnin væru ekki mikil í Árnagerði var börnum ávallt vel tekið þar og einhverju gaukað að þeim. Magnús var góður smiður og útbjó leikföng sem bæði hans börn og börn af öðrum bæjum fengu að njóta. til þess var tekið að hann smíðaði skauta úr járni og þegar börnin hófu skólagöngu útbjó hann þeim skólatöskur úr krossviði. Þegar Eiður var á 14. ári missti hann föður sinn. Það var mikið högg en móður hans tókst með hjálp eldri barnanna að halda heimilinu og eins naut hún hjálpar nágranna og skyldmenna, m.a. Guðna bróður síns í teigi. Eiður þurfti að leita sér atvinnu þegar að lokinni fermingu. Hann var vetrarmaður á torfastöðum og var eina vetrarvertíð í Vestmannaeyjum og vann við beitningar. Snemma tók hann meira próf bifreiðastjóra og vann við akstur m.a. hjá Steindóri þar sem hann ók farþegum suður á Keflavíkurflugvöll en lengst starfaði hann sem bíl- stjóri við fólks- og vöruflutninga hjá Kaupfélagi Rangæinga. Það gat verið erfið vinna. Bíllinn var gjarnan svokallaður hálfkassabíll sem flutti farþega en var með stórt farangursrými fyrir alls kyns vörur bæði fyrir Kaupfélagið og bænd- ur. Bílstjórinn þurfti sjálfur að hlaða á bílinn og til þess þurfti krafta sem Eiður bjó ríkulega yfir. Eins þurfti að beita mikilli útsjónarsemi við að hlaða bílinn þannig að flutningurinn sæti rétt bæði miðað við þyngd og eins miðað við hvar ætti að afferma því að aka þurfti vörum heim til viðskiptavinanna. Erfitt gat það verið ef vara sem átti að fara á fyrsta bæinn hafði lent neðst svo að afferma þyrfti bílinn þegar á þann bæ kom. Vegakerfið var á þessum árum ekki gott og vetrarferðir gátu verið mestu svaðilfarir. Sumarið 1958 réðst til sumarvinnu við símavörslu á afgreiðslu áætlunarbíla í Reykjavík ung stúlka ættuð austan af fjörðum. Þetta var Hjördís Halldórsdóttir frá Sævarenda í Fáskrúðsfirði og tóku þau fljótt hvort eftir öðru Eiður og hún og felldu hugi saman. Þau hófu búskap í litla-Kollabæ vorið 1959 og gengu í hjónaband 30. janúar 1960. Árið 1962
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.