Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 170
168
Goðasteinn 2013
Enda var ekki annað hægt en laðast að hennar gefandi, glaðværu og jákvæðu
nærveru. Við virkjanirnar vann hún allt þar til hún hætti að vinna 67 ára.
Í Höfða, sem er í Svínhagahöfða átti hún sinn sumardvalarstað, á Rang-
árvöllum sem voru henni svo kærir eins og umhverfi þeirra allt, enda var hún
í raun hluti af landi sínu og náttúru og um leið landið í henni. Þar var hún með
yngstu drengina sína heilu sumrin og dvaldi fram á haust. Þar gat hún sinnt
hugðarefnum sínum og verið úti í náttúrunni. Naut hún þess að oft voru heim-
alningar í Höfðanum. Höfðann kallaði hún dulheima og á þeim stað átti hún
sínar rólegustu stundir. Ekki leiddist henni er þau systkinin í Svínhaga komu í
halarófu yfir svartan sandinn til ömmu og fengu þar trakteringar. Hún var ein-
staklega stolt af fólkinu sínu og afkomendum, ánægð með að eiga þau enda
voru þau alla tíð ræktarsöm við hana. Öll börn voru henni kær og iðulega var
hópur af þeim í kringum hana, bæði hennar eigin og vinir þeirra.
Hin síðari ár átti lilla við heilsubrest að stríða í lungum, hún kvartaði þó
ekki og sá hið fagra í öllu þrátt fyrir heilsuleysi sitt og reyndi til hins síðasta að
sinna öllu eins og hún var vön. Síðastliðin misseri dvaldist hún á Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu lundi á Hellu þar sem hún lést 22. júní 2012.
Útför frá Skarðskirkju 29. júní 2012.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Garðar Björnsson
Garðar Björnsson var fæddur 4. júlí 1921 að Bolla-
stöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldr-
ar hans voru hjónin Björn Eiríkur Geirmundsson frá
Hóli í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu fæddur
25. maí 1891, dáinn 1965 og Guðrún Jónína Þorfinns-
dóttir fædd að Kagaðarhóli á Ásum 9. nóvember 1895,
dáin 1994. Systkini hans eru: Jón Konráð, Geir Aust-
mann, hann er látinn, Helga Svana, Ari Björgvin, hann
er látinn, ingólfur Guðni og Hjördís Heiða, hún er lát-
in. Garðar naut í fyrstu kennslu farkennara, gekk síðar
í skóla að torfastöðum, þá fór hann í heimavistarskóla til skiptis að Köldukinn
og torfalæk. Að lokum fór hann í barnaskólann á Blönduósi. Garðar bjó í for-
eldrahúsum til 18 ára aldurs er hann fluttist til Akureyrar og hóf nám við iðn-
skólann á Akureyri í brauðgerð. Hann lærði sömuleiðis hjá Kristjáni Jónssyni
bakarameistara í Kristjánsbakaríi. Á heimili Kristjáns bjó Garðar, hafði þar
fæði og þjónustu meðan á náminu stóð.
Garðar eignaðist 15. mars 1944 soninn Björn Heiðar, móðir hans var Snjólaug