Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 178
176
Goðasteinn 2013
Jón M. Jónsson
og Ásta Helgadóttir
Jón M. Jónsson fæddist í
Miðkoti í Vestur-landeyjum
13. janúar 1920. Foreldrar
hans voru hjónin Jón tóm-
asson f. 1877 – d. 1970 og
Elín Ísaksdóttir f. 1879 - d.
1964. Í foreldrahúsum hlaut
Jón gott uppeldi þar sem góð-
ir siðir voru í hávegum hafðir.
Honum var í blóð borið að bjarga sér, vera ekki upp á aðra kominn ef hjá því
var komist. Á uppvaxtarárum sínum lærði hann einnig skilvirkni og skipulag í
vinnubrögðum, síðar á ævinni naut hann þeirrar góðu mótunar sem hann hlaut
í bernsku.
Jón var yngstur sex barna þeirra hjóna en systur hans sem nú eru allar látnar
voru þessar í aldursröð: Anna Ágústa f. 1901, Guðlín f. 1903, ingibjörg f. 1906,
Salvör Sumarrós f. 1912 og María f. 1916. Foreldrar Jóns festu kaup á jörðinni
Hvítanesi árið 1937 sem þá hafði verið í eyði um nokkurt skeið, landkostajörð,
gjöful og grasmikil þótt ekki sé hún stór og án vafa verið betur fallin til búskap-
ar og ræktunar en Miðkot, sem var fremur votlend í þá tíð.
Jón fluttist með foreldrum sínum að Hvítanesi 17 ára gamall. Þegar fjöl-
skyldan festi kaup á Hvítanesi var þar enginn húsakostur og hófst uppbygging
þegar í stað og var tjaldað yfir gamla fjárhústóft þar sem fólkið hafðist við
meðan á uppbyggingunni stóð. Íbúðarhús var reist ásamt gripahúsum og hlöðu.
Þá sem ætíð lét Jón rækilega til sín taka til allra þeirra verka sem inna þurfti
af hendi, þrátt fyrir bágt líkamlegt ástand, en hann fæddist með annan fótinn
nokkuð styttri og átti það eftir að valda alvarlegri hryggskekkju og fleira lík-
amlegu tjóni sem hann síðar fékk nokkra bót á við mjaðmaliðaskipti. En þrátt
fyrir þær þjáningar sem hann hlýtur að hafa liðið lét hann það aldrei aftra sér
til nokkurra verka eða athafna, fremur hitt að honum hafi vaxið ásmeginn og
kappsemi. t.a.m. stundaði hann glímu á sínum yngri árum og var sterkur og
slyngur glímumaður þrátt fyrir fötlun sína, sem hann oft gleymdi í kappsemi
sinni. En saman lagðist fjölskyldan á eitt um að byggja upp Hvítanes, jafnt
húsakost sem ræktarlendur og fórst það verk vel úr hendi. Árið 1945, þá aðeins
25 ára gamall tók Jón við jörðinni af föður sínum, en nokkru áður hafði hann
kynnst og bundist ungri heimasætu af næsta bæ, Ástu Helgadóttur frá Ey, sem
við kveðjum einnig hér í dag og nánar verður vikið að síðar.
Jón var góður bóndi og búnaðist vel, ræktunarmaður fram í fingurgóma,