Goðasteinn - 01.09.2013, Side 184
182
Goðasteinn 2013
Hrafnistu í Reykjavík. Kristbjörg andaðist þar þann 29. júní 2012. Útför hennar
fór fram frá Selfosskirkju 11. júlí og jarðsett í Kálfholtskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Magnús Kjartansson
Magnús var fæddur í Flagbjarnarholti í landsveit
5. júní 1924. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jó-
hannsdóttir fædd á lækjarbotnum og Kjartan Stef-
ánsson uppalinn á Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi,
en fluttist með foreldrum sínum að Flagbjarnarholti
þegar hann var á öðru ári og varð síðar bóndi þar.
Magnús ólst upp í foreldrahúsum við ástríki for-
eldra sinna, sér í lagi móður sinnar sem var honum
ákaflega kær og í stórum hópi dugmikilla og vel gerðra
systkina, við góðan aðbúnað þar sem hlúð var að öll-
um þáttum góðs uppeldis í uppfræðslu, leik og starfi. Hann var fimmti í röð 6
systkina, en þau voru:
Stefán, teitur, Jóhann Grétar er lést á fyrsta ári, Brynjólfur og Jóhanna.
Skólagangan var eins og tíðkaðist á þessum árum, farskóli yfir veturinn sem
var til skiptis á þeim bæjum sem höfðu húsakynni fyrir börn sveitarinnar.
Á unglingsárum var hann í vinnumennsku m.a. í Holtsmúla og einnig í
Bala í Þykkvabæ. um tvítugsaldurinn fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri
og lauk þaðan búfræðiprófi. Námið þar reyndist honum vel og kom sannarlega
að gagni síðar meir bæði smíðakennslan sem og annað nám, bæði verklegt og
bóklegt.
Þáttaskil urðu í lífi hans er hann kvæntist 20. sept. 1952, fermingarsystur
sinni, lífsförunauti og eiginkonu Elsu dórótheu Pálsdóttur heimasætu í Hjalla-
nesi, en hún var fædd 19. ágúst 1924, en andaðist 28. febrúar 2007. Börn þeirra
eru þrjú;
Pálína Halldóra f. 1951, maður hennar er Hallgrímur Helgi Óskarsson, Kjart-
an Grétar f. 1953, kona hans er Elínborg Sváfnisdóttir, Bryndís Hanna f.1957,
maður hennar er Rúnar Hauksson. Pálmar Kristinsson, systursonur Elsu ólst
upp hjá þeim fram að fermingaraldri. Afkomendur þeirra eru nú sautján tals-
ins.
Sama ár og þau giftu sig, keyptu þau jörðina í Hjallanesi og hófu búskap.
Það áraði ekki vel á þeirra fyrstu árum, en ungu hjónin voru bæði bjartsýn og