Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 185
183
Goðasteinn 2013
eldhugar, og saman tókust þau á við búskapinn, uppeldi barnanna og lífið, alltaf
samstíga, líkt og einn hugur og ein sál. Hjá þeim fór saman ráðdeild og búhygg-
indi, en einnig framfarahugur og framsýni.
Og Magnús var sérlega farsæll bóndi. Á hans bestu manndómsárum voru
búskaparskilyrði að breytast í sveitum landsins og hann, jafn framfarasinnaður
og hann var, beið ekki boðanna. Hann byggði upp af miklum dugnaði og allt
blómgaðist með snyrtimennsku og myndarskap. Með samstilltu átaki, tókst
þeim hjónum, hægum en öruggum skrefum ætlunarverk sitt. Þau byggðu allt
upp frá grunni. Það var byrjað á því að byggja upp öll hús, jafnt íbúðarhús og
útihús. Ræstar fram mýrar, skorið ofan af þýfinu og móinn gerður að sléttu
túni. landareignin girt og komið sér upp góðum stofni, kúa og sauðfjár. undir
þeirra hendi og með árunum varð Hjallanes að myndarbýli með reisulegum
byggingum, og góðri ræktun bæði lands og bústofns.
Hann hafði yndi af skepnum sínum, og umhyggja hans og natni við skepn-
urnar var mikil. Þannig voru líka samskipti hans við hesta. Með tamningu og
umönnun gerði hann þá að vinum sínum og félögum og hlaut í staðinn þá nautn
af góðhestum sem þeir einir þekkja sem reynt hafa, enda var Magnús ævinlega
vel ríðandi.
Árið 1975 gengu Kjartan og Elínborg til liðs við þau í búskapnum og með
árunum drógu þau Elsa og Magnús sig til hlés og nutu þess að sjá búið blómstra
í höndum sonar og tengdadóttur, - í höndum nýrrar kynslóðar.
Margar sínar bestu stundir átti Magnús inn á afrétti bæði í Veiðivötnum og
á fjalli. Nokkrir bændur úr sveitinni áttu saman bát inni í Vötnum og héldu
til netaveiða á hverju hausti. Og þar lá Magnús ekki á liði sínu frekar en fyrri
daginn. Eins fór hann á fjall áratugum saman og þekkti heiðar og afrétt eins og
fingurnar á sér, þaulvanur í leitum og fjallferðum. Hvorutveggja þessara starfa
naut hann til hins ítrasta, enda hugmaður til stórátaka.
Magnús var einn af máttarstólpunum í sínu samfélagi. Hann lagði hvarvetna
því góða og uppbyggjandi lið, var veitandi í þess orðs sönnustu merkingu. Hann
naut þeirra forréttinda að alast upp, búa og starfa alla tíð í sveitinni sem var hon-
um svo kær. Þar voru tengsl hans við stórbrotið umhverfi og náttúru afar náin
Hann var laghentur, verkmaður góður og margt viðvikið gerði hann fyrir
sveitunga sína og ekki spurt um verkalaun. En umfram allt var hann bóndi með
sterkar rætur í sunnlenskri bændamenningu. Hann var félagslyndur og treyst til
ýmissa ábyrgðastarfa af sveitungum sínum. Hann sat í hreppsnefnd um árabil,
og sýslunefnd, var safnaðarfulltrúi, áfengisvarnafulltrúi, í stjórn Búnaðarfélags
landmanna um langt skeið og sat í stjórn Kaupfélags Rangæinga, enda sam-