Goðasteinn - 01.09.2013, Side 189
187
Goðasteinn 2013
Sovétrikjanna, en hann var alla tíð afar vinstrisinnaður og því ekki ólíklegt að
sú ferð hafi verið einskonar pílagrímsför sósíalistans.
Valtýr lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. janúar 2012 og var hann jarðsett-
ur í Voðmúlastaðakirkjugarði 9. febrúar 2012.
Sr. Önundur Björnsson
Óskar Sigurjónsson
Óskar Sigurjónsson fæddist á torfastöðum í Fljóts-
hlíð 16. ágúst 1925. Foreldrar hans sem þar bjuggu,
voru hjónin Sigurjón Jónsson bóndi og Ólína Sigurð-
ardóttir húsfreyja. Óskar var yngstur fimm systkina og
kveður síðastur þeirra. Elstur var sammæðra hálfbróð-
ir, Sigurður Sveinbjörnsson, en alsystkini Óskars voru
Sveinbjörn, Sigurjón og Anna Sigríður. Sigurjón, faðir
Óskars, féll frá haustið 1947, 49 ára að aldri, en Ólína
móðir hans lifði fram á 81. aldursár og lést í marsmán-
uði 1963.
Óskar ólst upp við öll venjubundin sveitastörf heima á torfastöðum, lauk
skólaskyldunámi í barnaskóla hreppsins en vann síðan að búi foreldra sinna
næstu ár, fór á eina vertíð til Eyja fyrir tvítugt, og vann síðan ýmsa tilfallandi
vinnu. Áhugi Óskars á bílum og vélknúnum tækjum kom honum að góðum not-
um, því árið 1947, þegar Hekla lagði hluta héraðsins undir ösku- og vikurhjúp,
eignaðist hann vörubíl, sem reyndist mikið þarfaþing við öskuhreinsun og aðra
flutninga sem gosinu tengdust. Hann keypti sér farþegaskýli á bílinn, og ók
fjölda fólks þá um sumarið og fram á haust að skoða hið nýja Hekluhraun. Fyr-
ir vikið átti Óskar bílinn skuldlausan um haustið, svo því er óhætt að segja að
Óskar hafi grætt vel á Heklugosinu, og með því hófst hin langa saga hans við
farþegaflutninga. Næsta áratug og lengur ók hann hjá Kaupfélagi Rangæinga á
sumrin, bæði með farþega og vörur, og starfaði á verkstæði þess á veturna, uns
hann tók við sérleyfi á leiðinni Reykjavík-Múlakot árið 1960. Skömmu síðar
kom Sveinbjörn bróðir hans að rekstrinum með honum, og árið 1963 var fyr-
irtækið sameinað bílaútgerð þeirra Helga ingvarssonar og Steinþórs Jóhanns-
sonar sem þá höfðu sérleyfi á leiðinni frá Reykjavík austur að Fossi á Síðu. upp
frá því hét fyrirtækið Austurleið, sem með bættum og breyttum vegasamgöng-
um teygði þjónustusvæði sitt austur í Hornafjörð er tímar liðu og þaðan austur á
Hérað. Óskar stýrði Austurleið við mikla farsæld og fararheill ásamt fjölskyldu
sinni um áratuga skeið, uns það rann saman við Sérleyfisbíla Selfoss, og varð
loks hluti af Kynnisferðum í kringum aldamótin síðustu.