Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 190

Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 190
188 Goðasteinn 2013 Óskar kvæntist 14. október 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Hall- dórsdóttur frá Arnarhóli í Vestur-landeyjum, dóttur hjónanna Sigríðar Guð- bjargar Guðmundsdóttur, húsfreyju, og Halldórs Jóhannssonar, bónda. Börn þeirra eru átta: Sigurjón Garðar, kvæntur Önnu Ólöfu Ólafsdóttur, Halldór, kvæntur Eddu Antonsdóttur, Ómar, kvæntur Erlu Ríkharðsdóttur, Guðbjörg, gift Þórði Einarssyni, Sigurlín, gift Þormari Andréssyni, Óskar kvæntur Írisi Adolfsdóttur, Þórunn, gift Friðriki Sölva Þórarinssyni, og unnur, gift Ágústi Sigurðssyni. Barnabörn Óskars voru við lát hans 26 að tölu auk 29 barnabarna- barna. líkast til var Óskar það raunsær maður að sjá að með svo stóra fjölskyldu kæmi sér best að stunda rútuútgerð, því enginn fjölskyldubíll rúmaði allan skar- ann í einu sem vonlegt var! Fjölskylduferðirnar voru jafnan farnar á rútu, og gjarnan í tengslum við ýmis Austurleiðarerindi. Ósjaldan var farið í Þórsmörk, sem ýkjulaust má segja að verið hafi Óskari öðrum stöðum kærari, og fór hann þó víða um landið þvert og endilangt og þekkti víða staðhætti og sérkenni lands- ins. Austurleið hóf uppbyggingu ferðaþjónustu í Húsadal í Þórsmörk árið 1966, reisti þar skála og síðar fleiri hús, og kom á áætlunarferðum þangað, svo oft lá leiðin í þá paradís, og mörg verkin þar stór og smá sem sinna þurfti. Óskar var þar vakinn og sofinn yfir hverjum hlut svo árum skipti, smíðaði, lagði rafmagn, gróf eftir vatni, græddi upp mela og lagði sig fram um að bæta og auka aðstöð- una, sem allt jók vissulega hag og viðskipti Austurleiðar, en gaf um leið fjölda fólks færi á að komast í Mörkina sumar og vetur. Óskar reyndist vel fallinn til forystu í fyrirtæki sínu, gætinn og öruggur bíl- stjóri, afbragðs verkmaður í öllum hlutum, handlaginn og útsjónarsamur við- gerðamaður og traustur yfirmaður á fjölmennum vinnustað, þar sem oft unnu tugir starfsmanna. Þeir vissu vel hvar þeir höfðu hann, því hann var hreinskilinn og hreinskiptinn í öllum samskiptum, stjórnsamur og ákveðinn og lét engan eiga neitt hjá sér. Óskar hafði mikinn metnað fyrir hönd fyrirtækisins og taldi ekki vinnustundirnar, en oft voru vinnudagarnir langir og strangir. Álagið varð að sama skapi mikið og samfellt á fjölskyldu og heimili, þar sem ekki lakari ritari en Sigríður kona hans tók niður ferðapantanir, auk þess sem hún hafði til mat handa bílstjórum á ýmsum tímum, sem áttu þar höfði sínu að að halla og gistu líka oft þar á barnmörgu heimilinu, en fjölskyldan þreif bílana á milli ferða. Þetta breyttist eftir að Austurleið tók við rekstri Bjarkarinnar á Hvols- velli sem þá varð miðstöð fyrirtækisins næstu 15 ár. Óskari fannst ekki ónýtt að geta veitt vinnu í heimabyggð sinni, sem alla tíð var honum afar kær, og hér- aði sínu reyndist hann einkar nýtur maður og þarfur. Hann var bæði framsýnn og hagsýnn í rekstri sínum, fundvís á tækifærin, en fór aldrei offari þegar taka þurfti áhættu, og leitaði hagkvæmra lausna og leiða sem jafnan skiluðu góð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.