Goðasteinn - 01.09.2013, Side 191
189
Goðasteinn 2013
um árangri. Í þessu sambandi er skylt að geta þess, að fyrir tilstilli Óskars ók
Austurleið fermingarbörnum héraðsins á rómuð og annáluð fermingarbarnamót
í Skálholti hvert haust án endurgjalds árum saman, og má vel minnast þess
hversu kirkjan og kirkjustarfið áttu traustan og tryggan bandamann í Óskari.
Gamall Austurleiðarbílstjóri og vinur Óskars, Jón Sigurjónsson frá Galtalæk,
lýsir honum vel í þessum vísuorðum:
Fýkur ei í frækin spor.
Fráleitt beittir táli.
Hafðir jafnan hug og þor.
Hugur fylgdi máli.
Óskar var afar vinnusamur maður og ósérhlífinn. Hann tók sér sjaldan
skipulögð sumarfrí fram eftir starfsævinni, en í seinni tíð fóru þau Sigríður að
ferðast til Kanaríeyja sér til hvíldar og hressingar ár hvert. Hann naut sín vel í
mörgum áhugamálum sem flest voru tæknilegs eðlis, átti vélsleða og snjóbíl,
mótorhjól og svifnökkva, og sextugur að aldri lauk hann einkaflugmannsprófi
og eignaðist flugvél, tF-AVA, sem hann flaug reglulega fram að sjötugu. Hann
stundaði ljósmyndun allt frá unglingsárum og komst síðar upp á lag með 8 mm
kvikmyndatökuvél, sem hann fangaði á marga dýrmæta viðburði úr lífi fjöl-
skyldunnar.
Óskar átti við veikindi að stríða síðustu fjögur árin. Hann lést í Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi 10. október 2012, 87 ára að aldri. Útför Óskars var gerð
frá Stórólfshvolskirkju 20. október 2012. Hann hvílir í hinum nýja Stórólfs-
hvolskirkjugarði.
Sr. Sigurður Jónsson
Pálína Guðjónsdóttir
Pálína Guðjónsdóttir sem skírð var í höfuð föður-
bróður síns sem drukknaði tvítugur að aldri, fæddist
að Fornusöndum undir Vestur-Eyjafjöllum þann 29.
október 1914. Hún lést að heimili sínu að Berjanesi í
Vestur-landeyjum, laugardaginn 28. janúar s.l. á 98.
aldursári.
Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Einarsson,
bóndi í Berjanesi og Guðríður Jónsdóttir, frá Reynis-
hólum í Mýrdal, húsfreyja í Berjanesi.
Þeim hjónum varð átta barna auðið og var Pálína elst systkina sinna. Syst-
kini hennar eru þessi í aldursröð: Einar f. 1916, Jón f. 1917, Sigurður f. 1918,