Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 192
190
Goðasteinn 2013
Egill f. 1921 og Sigríður f. 1923, Elín f. 1926 og Guðlaug f. 1929. uppeldis-
systir Pálínu var Guðrún Auðunsdóttir f. 1905. Einnig ólst Hörður Runólfsson
f. 1935 upp á heimilinu í Berjanesi.
Árið 1931 fluttist Pálína ásamt foreldrum sínum, systkinum og föðursystur,
Margréti Einarsdóttur frá Fornusöndum að Berjanesi í Vestur-landeyjum.
um tvítugt fór Pálína fyrst að heiman og réði sig þá í vist til Vestmannaeyja,
þar lærði hún m.a. kjólasaum hjá Kristínu saumakonu í Merkisteini. Síðar flutti
hún til Reykjavíkur þar sem hún leigði sér húsnæði og tók að sér kjólasaum og
fleira eftir máli, oft á heilu fjölskyldurnar. Saumaskapinn stundaði hún yfirleitt
meðfram annarri og öruggari vinnu. Hún gerðist ráðskona á ýmsum vinnustöð-
um en lengst af starfaði hún á vertíðum hjá Hraðfrystistöð Keflavíkur, eða sam-
anlagt 19 vertíðir.
Pálína var eftirsóttur starfskraftur vegna sinna mörgu góðu eignleika; hún
var fjölhæf og verkhög, var nýtin og útsjónarsöm, þrifin og regluföst, stundvís
og nákvæm og síðast en ekki síst glaðleg og jákvæð og bjó yfir þeim góða
eigin leika að geta gefið mikið af sér.
Á Keflavíkurárunum eignaðist Pálína marga góða og trausta vini sem áttu
eftir að verða henni til gagnkvæms yndis um aldur. Alla tíð sat hún við sauma-
vélina þegar færi gafst eða greip í prjóna, heklunál eða útsaum. Hún dró upp
og saumaði út veggmyndir af bæjunum sínum Fornusöndum og Berjanesi sem
prýða veggi gamla bæjarins í Berjanesi, þar sem hún vildi eiga heima og hvergi
annars staðar, þótt ný og glæsileg íbúð stæði henni til boða í Berjanesi. Þrátt
fyrir störf sín utan heimilis var hún öll sumur heima í Berjanesi og hjálpaði til
við heyskap og önnur tilfallandi störf. Í Berjanesi var oft margt um manninn,
hópur sumardvalarbarna og annarra gesta svo ekki veitti af að allir tækju þátt í
búskapnum og öðru því sem til féll.
Palína eignaðist eina dóttur sem er Erna Árfells bóndi í Berjanesi f. 11.
feb.1942. Erna ólst upp í Berjanesi, að mestu í skjóli og elsku móðurforeldra
sinna, því Pálína var við vinnu utan heimilis langtímum saman svo sem áður
getur. Sambýlismaður Ernu er Jón Guðmundsson bóndi og verktaki. Þau eiga
þrjú börn sem eru: Guðmundur Jón, Björgvin Pálmar og Gunnhildur Þórunn.
Útför Pálínu var gerð frá Breiðabólstaðakirkju 4. febrúar 2012.
Sr. Önundur Björnsson